Fara í efni

Velferðarþjónusta Árnesþings

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan samkomubann stendur yfir
Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.
Velferðaþjónusta uppsveita s. 480-1180
Eldri
borgarar - Margir eiga góða að sem sinna þeim með brýnustu nauðsynjar eins og að fara í verslun eða hvað annað sem þarf að sinna. En það eru kannski ekki allir í þeirri stöðu og þess vegna biður sveitarstjórn þá sem einhverja aðstoð þurfa að setja sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins eða velferðarþjónustu uppsveita.
Barnavernd -Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.
Heimaþjónusta – síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is
Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur – vinsamlega hringið í 483-4000 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is
Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000, Netfang arna@arnesthing.is

Síðast uppfært 19. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?