Fara í efni

Velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu. Í uppsveitum og Flóa

Um er að ræða allt að 80 % stöðu, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Einnig vantar starfsfólk í sumarafleysingu.
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Almenn þrif
Aðstoð við persónulega umhirðu
Veita félagslegan stuðning og hvatningu
Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega
Hreint sakavottorð

Helstu hæfniskröfur:

Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og skipulagshæfni
Hæfni til að starfa sjálfstætt
Skilyrði að umsækjandi hafi reynslu af almennum heimilisstörfum
Að vera 20 ára eða eldri og hafa bíl til umráða.
Mælst er til að viðkomandi geti talað íslensku

Umsóknir berist fyrir 20.apríl nk. á sigrun@arnesthing.is

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Símonardóttir í síma 480-1180
eða sendið fyrirspurn í tölvupósti á sigrun@arnesthing.is

Síðast uppfært 4. apríl 2023
Getum við bætt efni síðunnar?