Fara í efni

Verksamningur undirritaður vegna vinnsluholu fyrir heitt vatn í Vaðnesi

Í dag var undirritaður verksamningur milli Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps og Borlausna ehf. um borun nýrrar vinnsluholu í landi Vaðnes. Holan er staðsett í grennd við núverandi vinnsluholu veitunnar. Ráðgjafi veitunnar er ÍSOR og hafa þeir eftirlit með verkinu ásamt hönnun á holu. Holan verður í sama þvermáli og núverandi vinnsluhola eða með 10 3/4" fóðringu og 8 1/2" vinnsluhluta en þó aðeins dýpri eða um 600 m í stað 430 m. Einnig verður fóðrað niður á 100 m samanborið við 56 m í núverandi vinnsluholu.

Þessi aðgerð mun ef vel til heppnast bæði auka vinnslugetu á svæðinu ásamt því að auka afhendingaröryggi veitunnar. Gert er ráð fyrir að borun hefjist í janúar og verða verklok að ráðast af borhæfni jarðlaga á svæðinu.

Ef holan heppnast vel er stefnt á að virkja holuna seinni hluta árs 2024 og tengja hana við núverandi dreifikerfi veitunnar. Skv. forðamati ÍSOR er möguleiki á töluvert meiri vinnslu á heitu vatni á Vaðnesjörðinni.

 

Síðast uppfært 19. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?