Vetrarsólstöðudans
Þegar dagsbirtan er lítil hjálpar hreyfing, tónlist og gleði til að lyfta okkur upp. Við bjóðum ykkur að dansa burt skammdegið á stysta degi ársins.
Njótum þess að kveðja veturinn með hressandi tónlist frá DJ SKE. Dansviðburðurinn er opinn öllum... börnum, foreldrum, ömmum, öfum og vinum.
Símar og upptökur verða bannaðar í dansrýminu.
Verum saman í núinu og gleymum amstri dagsins um stund.
Krakkakrókur
Jólakortaföndur er í boði á opnunartíma safnsins, alla daga fram að jólum.
Ratleikurinn "Leiðangurinn til Mars" er einnig á sínum stað í Krakkakrók og hvetjum við öll til að taka þátt.
Jólagjafirnar leynast í safnbúðinni
Safnbúðin okkar er full af fallegum vörum sem gætu ratað undir jólatréð.
Það er tilvalið að nýta ferðina og klára síðustu jólagjafainnkaupin.
Síðasti sýningardagur haustsýninganna er 23. desember.
Safnið verður lokað frá 24. des og fram að opnun vorsýninga í febrúar.
Við hlökkum til að sjá ykkur á vetrarsólstöðum og kveðja árið 2025 með góðu danspartýi!