Fara í efni

Virkjun borholu í Vaðnesi

Þann 7. nóvember var haldið opið hús í nýrri dælustöð í Vaðnesi þar sem kynntar voru niðurstöður nýjustu borunar á svæðinu. Verkefnið hefur gengið afar vel, og stemningin á staðnum var bæði jákvæð og hátíðleg þar sem gestum gafst tækifæri til að skoða búnaðinn og fræðast um framkvæmdina.

Borholan, sem staðsett er í Vaðnesi, reyndist vera tæplega 70°C heit og gefur af sér um 40–50 lítra á sekúndu af vatni. Þetta er afar góður árangur og mun nýta jarðvarmaauðlind svæðisins enn betur til framtíðaruppbyggingar.

Framkvæmdirnar voru samstarfsverkefni margra aðila. Borlausnir sáu um borunina sjálfa, Vélanes annaðist jarðvinnu, Byggðanes byggingu dælustöðvarhússins og Verkís stóð fyrir hönnun verksins. Þá sá HD um niðursetningu dælu, Járnkarlinn um suðuverk, Lagnaþjónustan um lagnir, Árvirkinn um rafbúnað og Raftákn um stýringar.

Verkefnið markar mikilvægt skref í eflingu hitaveitukerfisins í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Síðast uppfært 18. nóvember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?