10.10.2022
Leiðbeiningar fyrir minni fráveitur
Umhverfisstofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir minni fráveitur. Fyrri leiðbeiningar voru frá 2004 og þótti tímabært að uppfæra þær og bæta við upplýsingum um fleiri fráveitu- og salernislausnir. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar einstaklingum, byggingaraðilum, hönnuðum og rekstraraðilum og eru unnar af EFLU.