Fara í efni

Sveitarstjórn

562. fundur 07. febrúar 2024 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 14. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 29. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 29. janúar 2024.
b) Fundargerð 8. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar, 18. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 18. janúar 2024.
c) Fundargerð 15. fundar Skólanefndar, 19. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar Skólanefndar sem haldinn var 19. desember 2023.
d) Fundargerð 273. fundar skipulagsnefndar UTU, 31. janúar 2024.
Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 273. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 31. janúar 2024.
Mál nr. 13; Litli-Háls L170823; Breyttur byggingarreitur og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2401050.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til jarðarinnar Litla-Háls í Grafningi L170823. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 stækkar og færist til norðurs. Einnig eru gerðar breytingar á skilmálum skipulagsins er varðar byggingarheimildir á reit 6. Samkvæmt núverandi skilmálum er heimilt að byggja 3 hús allt að 120 fm hver. Með breytingunni er gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja allt að 4 hús sem eru 35-45 fm að stærð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 14; Umsögn vegna tilkynningarskyldrar framkvæmdar; Álfheimar og Skógarbrekkur; Skógrækt í Álfadal – 2401048.
Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun er varðar tilkynningu um matskyldu vegna skógræktar í Álfdal, Álfheimum og Skógarbrekkum í Grímsnes og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn telur að viðkomandi framkvæmdir sem framlögð tilkynning tekur til sé í takt við heimildir, markmið og stefnu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar skógrækt á landbúnaðarlandi í flokkum L2 og L3. Viðkomandi landsvæði er flokkað sem landbúnaðarland í flokki II, III og IV. Almennir skilmálar aðalskipulags tiltaka að skógrækt er heimil á landbúnaðarlandi í flokkum L2 og L3 og skjólbeltarækt er heimil alls staðar í byggð með ákveðnum takmörkunum s.s. að skógrækt valdi ekki snjósöfnun á vegum eða hindri vegsýn. Landgræðsla telst heimil á landbúnaðarsvæðum þar sem hennar gerist þörf. Við skógrækt í námunda við ár- og vatnsbakka verði ekki hindruð frjáls för manna og tekið tillit til mikilvægra vistgerða. Ennfremur er tiltekið um skógræktar- og landgræðslusvæði að skógrækt og landgræðsla verði nýtt til bindingar kolefnis og að sveitarfélagið muni setja sér stefnu um hvernig það geti orðið kolefnishlutlaust. Sett eru fram markmið um að skógrækt og skjólbeltarækt verði nýtt til að bæta búsetuskilyrði, ræktunarmöguleika og til að mynda skjól. Að við skipulag skógræktar verði hugað að því að vernda landslag, mikilvægar vistgerðir sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaga og ásýnd svæða og að skógur vaxi ekki fyrir góða útsýnisstaði. Að mati sveitarstjórnar teljast viðkomandi framkvæmdir ekki háðar mati á umhverfisáhrifum enda falli svæðið ekki undir 61.gr. náttúruverndalaga og falli  ágætlega að markmiðum aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 15; Neðan-Sogsvegar 14 (L169341); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður, breytt notkun í gestahús – 2212091.
Erindi sett að nýju fyrir fund eftir grenndarkynningu. Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Kristjáns Arnarssonar og Sifjar Arnarsdóttur, um byggingarheimild fyrir breyttri notkun í gestahús á þegar byggðum 55,6 m2 sumarbústað mhl 01, byggður árið 1960 sem er staðsettur á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 14 L169341 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram ásamt andsvörum málsaðila.
Sveitarstjórn telur að umrætt hús falli að heimildum aðalskipulags er varðar aukahús á lóð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 16; Minni-Borg golfvöllur L208755; ÍÞ5 við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2310072.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til golfvallarsvæðis við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg eftir auglýsingu. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað 29,8 ha svæði fyrir níu holu golfvöll, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Samhliða er unnið að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til sama svæðis þar sem einnig eru skilgreindar heimildir fyrir verslun- og þjónustu innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um uppfærslu gagna vegna athugasemda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti að öðru leyti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir að til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Mál nr. 17; Vinnsluhola NJ-34 við Nesjavallavirkjun; Umsagnarbeiðni – 2401057.
Lögð er fram beiðni um umsögn vegna tilkynningarskyldrar framkvæmdar sem tekur til borunar vinnsluholu NJ-34 við Nesjavallavirkjun.
Sveitarstjórn telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við heimildir og stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem umrætt svæði er skilgreint sem iðnaðarsvæði I1. Að mati sveitarstjórnar er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Mál nr. 18; Athafnasvæði við Sólheimaveg; Óveruleg breyting á deiliskipulagi – 2401061.
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall og byggingarheimildir lóðar Borgargils 2 eru auknar í takt við aðrar lóðir innan svæðisins. Gerðar eru leiðréttingar sem taka til leyfilegs hámarksbyggingarmagns á lóðum Borgargils 18 og 20 auk þess sem áfangaskipting uppbyggingar er uppfærð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 19; Vaðnes lóð 6 L217666; Heitavatnsborun; Framkvæmdarleyfi – 2312065.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til borunar á heitu vatni í landi Vaðness.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda gildandi deiliskipulags fyrir lóðina.
Mál nr. 20; Borg í Grímsnesi; Borgarteigur; Íbúðarbyggð og hesthúsahverfi; Deiliskipulag – 2210030.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Borgarteigar, landbúnaðarsvæðis við Minni-Borg golfvöll, Móaflöt 1 og Móaflöt 2-11 eftir auglýsingu. Svæðið er staðsett sunnan Biskupstungnabrautar og austan Sólheimavegar. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað svæði fyrir 12 íbúðalóðir og hesthúsahverfi. Íbúðalóðir eru með rúmum byggingarheimildum og er heimilt að stunda þar léttan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustum sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða. Gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda verður tryggt með hjóla- og göngustíg samhliða Sólheimavegi, milli Borgar og Sólheima. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Varðandi athugasemdir er varða hugsanlega nýja tengingu að Minni-Borg 2 að þá telur sveitarstjórn að í takt við fyrri samskipti við Vegagerðina megi ætla að mögulegt sé að finna laus á nýrri tengingu þótt svo að tenging inn á Borgarteig hafi verið færð sunnar, sem var gert í samræmi við athugasemdir Vegagerðarinnar vegna fjarlægðar frá hringtorgi. Við útfærslu á nýrri tengingu að Minni-Borg 2 telur sveitarstjórn nauðsynlegt að horft verði til heildarmats á umferðaröryggi gagnvart aðstæðum á svæðinu og ekki verði eingöngu horft til fjarlægða á milli tenginga. Að öðru leyti telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðar gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild
Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 21; Vatnsholt L168290; Lambanes 1 og 2; Vatnsholtsvegur 6; Deiliskipulagsbreyting - 2308083
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Vatnsholts í Grímsnesi. Í breytingunni felst að lóðir svæðisins hafa verið hnitsettar og eru nú afmarkaðar með hnitum og málsetningum. Breytingin tekur til lóða Lambaness lóð 1, Lambaness lóð 2 og Vatnsholtsvegar 6. Stærðir lóða breytast ekki við hnitsetningu. Framlögð breyting hefur áður verið samþykkt en í ljós kom við vinnslu lóðarblaða að villa var í mörkum og legu lóða innbyrðis. Skipulagsfulltrúi fór á staðinn og mældi upp mörk með lóðarhöfum og hafa gögnin verði uppfærð í takt við þá mælingu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 28; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24 – 197 – 2401001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 197.
e) Fundargerð 2. fundar fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 9. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 9. janúar 2024.
f) Fundargerð 16. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 18. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var þann 18. janúar 2024.
g) Fundargerð 605. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 12. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 605. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 12. janúar 2024.
h) Fundargerð 64. fundar stjórnar Bergrisans bs., 9. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 9. október 2023.
i) Fundargerð 65. fundar stjórnar Bergrisans bs., 9. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 65. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 9. nóvember 2023.
j) Fundargerð 66. fundar stjórnar Bergrisans bs., 20. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 20. nóvember 2023.
k) Fundargerð 67. fundar stjórnar Bergrisans bs., 4. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 4. desember 2023.
l) Fundargerð 68. fundar stjórnar Bergrisans bs., 18. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 68. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 18. desember 2023.
m) Fundargerð 69. fundar stjórnar Bergrisans bs., 27. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Bergrisans sem haldinn var þann 27. janúar 2024.
n) Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 10. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var þann 10. janúar 2024.
o) Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. janúar 2024.
2. Ársskýrsla Seyruverkefnisins 2023.
Ársskýrsla Seyruverkefnisins 2023 lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn vill þakka fráfarandi starfsmanni Seyruverkefnisins, Halldóru Hjörleifsdóttur fyrir vel unnin störf og góða samvinnu.
3. Fjallskilanefnd.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. janúar 2024, frá Benedikt Gústavssyni. Í tölvupóstinum kemur fram að Benedikt segir sig frá nefndarstörfum í Fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afsögn Benedikts.
4. Bréf frá innviðaráðuneytinu um innheimtu gjalda vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana hjá sveitarfélögum.
Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu, dagsett 18. janúar 2024, í bréfinu kemur fram að ráðuneytið er með til skoðunar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga hvort tilefni sé til að leggja til breytingar á lögum þar sem fjallað yrði um gjöld sem sveitarfélög innheimta nú á einkaréttarlegum grundvelli vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig álagning og innheimtu gjalda er háttað hjá hverju sveitarfélagi.
Bréfið er lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að senda viðkomandi upplýsingar til innviðaráðuneytisins. Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ekki innheimt svokölluð innviðagjöld hingað til heldur einvörðungu gatnagerðargjöld.
5. Erindi til sveitarstjórnar frá forsvarsmönnum Verslunarinnar Borgar.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2024 frá Sigurjóni Ragnarssyni forsvarsmanni Verslunarinnar Borgar. Í tölvupóstinum er óskað eftir að sveitarfélagið veiti versluninni rekstrarstyrk.
Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi þess að verslun sé til staðar í sveitarfélaginu en telur ekki forsvaranlegt að sveitarfélagið styrki einstaka rekstraraðila.
6. Drög að samkomulagi um riftun á kaupsamningi vegna Klausturhóla C-Götu 4a.
Lögð eru fram drög að samkomulagi um riftun á kaupsamningi, dagsettum 5. október 2022 og afsali, dagsettu 5. október 2022, um fasteignina Klausturhólar C-Gata 4a, Grímsnes- og Grafningshreppi (fasteignanúmera F234-4670 og landeignanúmer L 169050).
Sveitarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita og ganga frá málinu.
7. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lögð er fram til kynningar auglýsing frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 30. janúar 2024 þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
8. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Lækjarbrekka 32, 805 Selfossi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 27. nóvember 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í Lækjarbrekku 32, 805 Selfossi, fnr. 234-5091.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.
9. Kynningarbréf um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.
Lagt fram til kynningar bréf um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.
10. Samningur um rekstur tjaldsvæðis á Borg.
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Jónssyni, dagsettur 19. janúar 2024. Í tölvupóstinum kemur fram ósk Guðmundar eftir því að segja upp samningi sínum við sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshrepp um rekstur á tjaldsvæðinu Borg. Jafnframt er þess óskað að uppsögnin taki gildi frá og með 1. mars 2024.
Sveitarstjórn staðfestir uppsögn á samningi og felur sveitarstjóra að klára uppgjör við leiguhafa.
Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra, umsjónarmanni umhverfismála og varaoddvita að taka saman gögn og leggja fram útboðstillögu á næsta fundi sveitarstjórnar.
11. Reglur um stoðþjónustu Bergrisans við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lagðar fram reglur um stoðþjónustu Bergrisans við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
12. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um 629. mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur).
Lagt fram til kynningar.
13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2024, „Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld)“.
Lagt fram til kynningar.
14. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 19/2024, „Drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt“.
Lagt fram til kynningar.
15. Umhverfi-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 13/2024, „Áform um breytingu á raforkulögum“.
Lagt fram til kynningar.
16. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, „Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:40.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?