Fara í efni

Sveitarstjórn

595. fundur 18. júní 2025 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla St. Kristinsdóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 304. fundar skipulagsnefndar UTU, 13. júní 2025.
Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14 og 20 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 304. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 13. júní 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 10; Ormsstaðir, L168271; Frístundasvæði F66; Deiliskipulag 2506021.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F66 í landi Ormsstaða. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita og leiðréttingar á legum lóða og vega innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliksipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði sérstaklega kynnt lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins þar sem hún tekur til lagfæringa á mörkum lóða.
Mál nr. 11; Þórsstígur 1, 3, 5, Herjólfsstígur 9 og Óðinsstígur 14 ; Breytt lega lóðarmarka; Deiliskipulagsbreyting 2405064.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til marka Þórsstígs 1, 3 og 5, Óðinsstígar 14 og Herjólfsstígar 9. Í breytingunni felst tilfærsla og leiðrétting á lóðarmörkum og byggingarreitum á viðkomandi lóðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum.
Mál nr. 12; Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting 2505090.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á allt að 1.300 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem bindur kolefni, skapa timburnytjar og græða upp raskað land.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skikpulagslýsinguna til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13; Bíldsfell 3E lóð 1 L219971; Úr frístundabyggð í landbúnaðarland; Fyrirspurn 2506007.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til beiðni um breytingu á landnotkun lóðar Bíldsfells 3E lóð 1 L219971 úr frístundalóð í landbúnaðarland. Lóðin er innan frístundasvæðis F20.
Innan svæðisins sem fyrirspurnin tekur til er deiliskipulag í gildi sem tekur til þriggja frístundalóða L221229, L174397 og L219971 sem um er fjallað innan framlagðrar fyrirspurnar. Að mati sveitastjórnar fellur lóð Bíldsfell 3E lóð 1 L219971 ágætlega að því að geta talist landbúnaðarland. Lóðin er í jaðri frístundasvæðis og aðliggjandi landnotkun er landbúnaðarland. Stærð landsins er að sama skapi töluvert umfram stefnumörkun aðalskipulags er varðar að stærðir frístundalóða sé almennt á bilinu 0,5-1 ha að stærð og samræmist frekar stærð L3 Landbúnaðarland með rúmum byggingar-heimildum. Bent er á að breytt landnotkun væri jafnframt háð aðalskipulagsbreytingu, gerð nýs deiliskipulags sem tæki til lóðarinnar og nýs staðfangs.
Mál nr. 14; Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í íbúðarbyggð; Fyrirspurn 2505068.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps í landi Brúarholts II L196050. Í fyrirspurninni felst beiðni um breytingu á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði.
Í stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps kafla 3.1.1. er tilgreint að ekki sé gert ráð fyrir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli, að mati sveitarstjórnar eru því ekki forsendur fyrir því að taka jákvætt í erindið.
Mál nr. 20; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-228 - 2505005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-228.
b) Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. maí 2025.
Lögð er fram til kynningar fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga, 19. maí 2025.
c) Fundargerð 86. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 23. maí 2025.
Lögð er fram til kynningar fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga, 23. maí 2025.
2. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði haldnir þann 15. júlí og 20. ágúst klukkan 9:00.
3. Aðalfundargerð Leikfélagsins Borg og ársreikningur 2024.
Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Leikfélagsins Borgar, ásamt ársreikningi 2024.
4. Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps fái heimild til að stunda nám í leikskóladeild Kerhólsskóla frá 7. ágúst fram á haust.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða með fyrirvara um að greiðslur verði samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga og greiddar að fullu af umsækjanda.
5. Umsókn um lóðina Hraunbraut 5-7.
Fyrir fundinum liggur umsókn IMIROX Capital ehf. um lóðina Hraunbraut 5-7 í núverandi hverfi á Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta IMIROX Capital ehf. kt: 580209-1730 lóðinni Hraunbraut 5-7, svo fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun. Lóðin telst í dag tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir þar sem gatnagerð er lokið og stofnkerfi lagna fyrir viðkomandi lóð er tilbúið.
Frestur nýs lóðarhafa, IMIROX, til að hefja framkvæmdir á lóðinni skal vera 4 mánuðir frá úthlutun lóðarinnar. Verði framkvæmdir ekki hafnar innan þess frests fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi.
6. Umsókn um lóðina Hraunbraut 9-11.
Fyrir fundinum liggur umsókn IMIROX Capital ehf. um lóðina Hraunbraut 9-11 í núverandi hverfi á Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta IMIROX Capital ehf. kt: 580209-1730 lóðinni Hraunbraut 9-11, svo fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun. Lóðin telst í dag tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir þar sem gatnagerð er lokið og stofnkerfi lagna fyrir viðkomandi lóð er tilbúið.
Frestur nýs lóðarhafa, IMIROX, til að hefja framkvæmdir á lóðinni skal vera 4 mánuðir frá úthlutun lóðarinnar. Verði framkvæmdir ekki hafnar innan þess frests fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi.
7. Húsaleigusamningur, Hrunamannavegur 3 Flúðum, viðauki við fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Árnesinga 2025.
Fyrir fundinum liggur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Árnesinga árið 2025 vegna húsaleigusamnings við Hrunamannahrepp ásamt kaupum á skápum og flutningi á safnagögnum. Lagt er til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan húsaleigusamning og viðbótarviðauka fyrir Héraðsnefnd Árnesinga fyrir árið 2025, kr. 367.500,-
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða húsaleigusamninginn milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Hrunamannahrepps um leigurými að Hrunamannavegi 3 á Flúðum og viðbótarviðauka fyrir Héraðsnefnd Árnesinga fyrir árið 2025, kr. 367.500,-
8. Styrkbeiðni fyrir flygli í Skálholtsdómkirkju.
Fyrir fundinum liggur bónarbréf frá Skálholtsdómkirkju vegna kaupa á flygli. Til þessa hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, í einu flottasta tónlistarhúsi landsins Skálholtsdómkirkju. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 250.000 kr. styrk til kaupanna.
9. Erindi frá Vinir íslenskrar náttúru.
Fyrir liggur erindi frá Sveini Runólfssyni formanni Vina íslenskrar náttúru, dagsett 4. júní 2025 þar sem farið er yfir skipulag skógræktar og upplýst um vinnu Vina íslenskrar náttúru um leiðbeiningar fyrir hagaðila um val á landi til skógræktar.
Lagt fram til kynningar.
10. Erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna.
Fyrir liggur bréf frá Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, dagsett 10. júní 2025, þar sem komið er á framfæri ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda. Í ályktuninni er skorað á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til þess að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki IV, A Hótel, að Brúarholti II, fnr. F226 7854, 805 Selfossi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 2. júní 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki IV, A Hótel að Brúarholti II, 805 Selfossi, fnr. F226 7854 fyrir Sveitahótelið Brú ehf .
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV að Brúarholti II, F2267854 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
12. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda, drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
13. Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um áform um skattlagningu orkumannvirkja.
Lagt fram til kynningar.
14. Vinna við nýtt skipurit sveitarfélagsins.
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur verið í örum vexti síðustu ár og útlit er fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa með auknum framkvæmdum og verkefnum. Þetta kallar á endurskoðun á innra skipulagi sveitarfélagsins. Skipurit sem tekur mið af breyttum veruleika sem tryggir að stjórnsýslan sé vönduð og nægilega sveigjanleg til að mæta auknum kröfum með skilvirkum hætti. Hafin er vinna við endurskoðun á skipuriti sveitarfélagsins með ráðgjafafyrirtækinu Mögnum og er áætlað að þeirri vinnu ljúki í haust. Mikilvægt er að skipuritið sé unnið í samvinnu við starfsfólk og sveitarstjórn með það að markmiði að skapa sameiginlega sýn. Á fundinn mætti Sigríður Ólafsdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Mögnum og var farið yfir næstu skref.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40.

Skjöl

Getum við bætt efni þessarar síðu?