Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 28. fundar Framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. október 2025.
Mál nr. 5, 6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 28. fundargerð Framkvæmda- og veitunefndar, dagsett 21. október 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 5; Umsóknir um styrki til veghalds í frístundabyggðum.
Fyrir liggja 23 gildar umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefnd um að veittur verði styrkur til frístundahúsafélaga samkvæmt eftirfarandi töflu:

Mál nr. 6; Minnisblað dags. 10.09.2025 um innivistarmælingu.
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar, umsjónarmanni umhverfismála dags. 10.09.2025 um innivistarmælingu. Í minnisblaðinu er lagt til að framkvæma innivistarmælingu í Kerhólsskóla en í framhaldinu verði einnig framkvæmd innivistarmæling í stjórnsýsluhúsi samhliða framkvæmdum þar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefnd um að tilboði frá Verksýn verði tekið út frá þeim upplýsingum sem koma fram í minniblaðinu og veittar voru á fundinum.
Mál nr. 7; Borgarbraut 26 – Tilboð í endurgerð baðherbergis.
Fyrir liggur að endurnýja þarf hluta af baðherbergi að Borgarbraut.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefnd um að farið verði í minniháttar lagfæringu á baðherbergi eignarinnar sem felst í að endurnýja sturtuklefa og salerni ásamt handlaug ef þörf er á.
b) Fundargerð 30. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. september 2025
Mál nr. 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 30. fundar Skólanefndar, dagsett 16. september 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 5; Umsóknir um námsstyrki.
Þrjár umsóknir um námsstyrki bárust Skólanefnd, umsóknirnar fengu allar jákvæðar umsagnir skólanefndar og skólastjóra og leggur nefndin til að þær verði samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða meðfylgjandi umsóknir um námsstyrk þar sem þær samræmast reglum sveitarfélagsins um námsstyrki.
c) Fundargerð 4. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla, 9. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð FRÍ-GOGG og Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. maí 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi fulltrúa Samtaka frístundabyggða í GOGG (skammstafað FRÍ-GOGG) sem er samstarfsvettvangur frístundahúsafélaga í sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshreppi og fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps frá 28. maí 2025.
e) Fundargerð FRÍ-GOGG og Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. október 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi fulltrúa Samtaka frístundabyggða í GOGG (skammstafað FRÍ-GOGG) sem er samstarfsvettvangur frístundahúsafélaga í sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshreppi og fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2025.
f) Fundargerð 312. fundar skipulagsnefndar UTU, 22. október 2025.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 21 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 312. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 22. október 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 12; Þinggerði 1 L215450; Björgunarmiðstöð og aðstöðuhús; Deiliskipulag – 2504090.
Lagt er fram, eftir auglýsingu, deiliskipulag fyrir Þinggerði 1 L215450 í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem áætlað er að byggja upp björgunarmiðstöð og eftir atvikum einnig aðstöðuhús fyrir björgunarsveit og spennistöð. Skipulagssvæðið nær yfir lóðina Þinggerði 1, tvo byggingarreiti og aðkomu. Samhliða gerð deiliskipulags verður unnin breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 þar sem landnotkun svæðisins verður breytt úr verslunar- og þjónustusvæði í svæði fyrir samfélagsþjónustu og byggingarmagn aukið um 200 fm, úr 1.000 fm í 1.200 fm. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13; Berjaholtslækur; Stækka byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2510031.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Berjaholtslækjar 5 L197771 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits þannig að fjarlægð frá lóðarmörkum er 10 metrar á alla vegu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 14; Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á tæplega 1.400 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem skapar timburnytjar og græðir upp raskað land. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna jarðarinnar Villingavatns L170831 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 15; Vaðholt 2 L219744; Skipting á byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2505003.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vaðholts 2 L219744 í landi Ormsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarreitur, merktur B í núverandi skipulagi og er ætlaður fyrir útihús, verði skipt í tvennt þ.e. byggingarreit B og C. Á reit B verður heimilt að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og á reit C verður heimilt að reisa allt að 400 fm útihús s.s. gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 16; Krókur land L219678; Skilgreining svæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2510045.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Við endurskoðun aðalskipulags með tilliti til útmarka landeignar Króks L219678, var óbyggt svæði látið liggja of langt innan landeignar og ná yfir svæði sem er landbúnaðarland í flokki L3 og frístundabyggð (F7). Þessari afmörkun var breytt samhliða deiliskipulagsbreytingu árið 2007 fyrir frístundabyggð sem minnkar landbúnaðarland og stækkar óbyggt svæði (ÓB). Með þeirri breytingu sem hér er gerð er því verið að færa afmörkun óbyggðs svæðis (ÓB), landbúnaðarlands (L3) og frístundabyggðar (F7) til fyrra horfs innan landeignar. Deiliskipulagsbreyting er lögð fram samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
Mál nr. 17; Krókur land L219678; Skilgreining svæðis; Deiliskipulagsbreyting – 25009077.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til hluta lands Króks, nánar tiltekið Krókur land L219678, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir byggingareitir A1 og A2. Innan A1 er heimilt að byggja við núverandi íbúðarhús stækkun eða bílskúr, innan A2 er heimilt að byggja hesthús/geymslu/smiðju og fjárhús allt tengt landbúnaðarstarfsemi. Jafnframt er sótt um aukið byggingarmagn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 21; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-236 – 2510026F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-236.
g) Fundargerð 128. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 25. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 24. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 13. október 2025.
Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) sem haldinn var 13. október 2025. Á fundinum var tekin fyrir kostnaðarskipting í málefnum fatlaðra en í stofnsamningi SVÁ frá 2023 er ákvæði til bráðabirgða þar sem kemur fram að stjórn skuli endurskoða 17. grein stofnsamningsins um kostnaðarskiptingu með áherslu á að skoða kostnað vegna málefna fatlaðs fólks og hvort taka þurfi betur tillit til þess kostnaðar við kostnaðarskiptingar milli aðildarsveitarfélaga. Á fundi stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings var samþykkt að leggja fram tillögu um breytingu á stofnsamningi þess eðlis að skipting kostnaðar í málefnum fatlaðs fólks verði 40% SIS mat og 60% íbúafjöldi. Jafnframt verði starfsmönnum falið að skrá vinnuframlag sitt í málaflokknum og skila þeim niðurstöðum tímanlega fyrir næsta aðalfund. Stjórn samþykkti tillöguna samhljóða og var henni vísað til aðalfundar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggur áherslu á að mikilvægt sé að skoða vandlega framtíðarfyrirkomulag kostnaðarskiptingar í málefnum fatlaðs fólks. Ekki ríkir full sátt að hálfu sveitarstjórnar um þá leið sem samþykkt var á fundi stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. Sveitarstjórn mun þó ekki leggjast gegn þessari tillögu fyrir árið 2026, en telur rétt að endurskoða málið frekar í framhaldinu með hliðsjón af reynslu og niðurstöðum af skráningu vinnuframlags.
j) Aðalfundargerð og skýrsla stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 15. október 2025.
Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) sem haldinn var 15. október 2025. Fyrir aðalfundi liggur tillaga um breytingu á stofnsamningi sem tekur til breyttrar kostnaðarskiptingar vegna málefna fatlaðs fólks. Bráðabirgðaákvæði í stofnsamningi kveður á um að þessi kostnaðarskipting verði tekin til afgreiðslu eigi síðar en árið 2024. Árið 2024 samþykkti stjórn SVÁ aftur á móti að kostnaðarskiptingin yrði rædd og afgreidd á árinu 2025. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu sem gerir ráð fyrir því að kostnaðarskipting í málefnum fatlaðs fólks verði skv. eftirfarandi: 40% skv. SIS mati (matskerfi til að meta stuðningsþarfir fatlaðs fólks) 60% skv. íbúafjölda hvers sveitarfélags Miða skal við fjölda með SIS mat og íbúafjölda sveitarfélaganna 1. ágúst ár hvert við vinnslufjárhagsáætlunar komandi árs. Lagt er til að farið verði eftir ofangreindri kostnaðarskiptingu í eitt ár (2026) og staðan endurmetin tímanlega fyrir aðalfund 2026. Endurmat á kostnaði byggi á skráningu á vinnuframlagi starfsfólks í málaflokki fatlaðs fólks hjá byggðasamlaginu. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vill ítreka að skoða þurfi mjög vel hvernig fara eigi með kostnaðarskiptingu í málefnum fatlaðra til framtíðar og tekur undir þá umræðu sem varð undir önnur mál á aðalfundinum þar sem bókað var: „Rætt um málefni fatlaðs fólks og þá kostnaðarskiptingu sem fyrr á fundinum var samþykkt. Fundarmenn telja nauðsynlegt að rætt verði við ríkisvaldið um Sólheima og þá staðreynd að þar er um að ræða úrræði sem nýtist öllum landsmönnum og ekki er bundið við Suðurland. Því er ekki sanngjarnt að umtalsverður kostnaður falli á heimamenn í einu tilteknu sveitarfélagi vegna þjónustunnar. Fundurinn samþykkir að fela stjórn að vinna málið áfram og ræða við Bergrisann og ríkisvaldið um þessi atriði.“
Sveitarstjórn fagnar þessari umræðu og felur sínum fulltrúa að fylgja málinu eftir í stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
k) Fundargerð 88. fundar stjórnar Bergrisans, 6. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnar Bergrisans, 9. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 337. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 7. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð Almannavarna Árnessýslu, 15. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 627. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 26. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps 2026.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar deildarstjóra veitna um gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepp dagsett 21. október 2025. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitu hækki um 3,5% flatt yfir alla gjaldskrána.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps og að henni sé vísað til annarrar umræðu.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2026 og 2027-2029, fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og 2027-2029 lögð fram til fyrri umræðu. Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar miðvikudaginn 19. nóvember og miðvikudaginn 3. desember.
Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.
4. Lántökur 2025.
Ekki hefur verið ráðist í lántökur í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 þar sem gert var ráð fyrir láni til A-hluta sveitarsjóðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita sveitarstjóra heimild til að sækja um yfirdráttarlán til viðskiptabanka sveitarfélagsins til að brúa bilið þar til framkvæmdum er lokið við viðbyggingu og fyrir liggur raunveruleg fjárþörf sveitarfélagsins. Jafnframt er Fjólu Steindóru Kristinsdóttur, kt. 270272-5849, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess fyrir hönd sveitarfélagsins að undirrita, fullgilda og ljúka við nauðsynlega skjalagerð vegna þessa sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
5. Drög að stefnu um upplýsingaöryggi sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir fundinum liggja drög að upplýsingaöryggisstefnu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stefnu um upplýsingaöryggi og felur sveitarstjóra að fullklára drögin með starfsfólki.
6. Drög að stefnu um notkun gervigreindar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir fundinum liggja drög um notkun gervigreindar hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stefnu um notkun gervigreindar og felur sveitarstjóra að fullklára drögin með starfsfólki.
7. Kjörstjórn.
Lagður er fram tölvupóstur dagsettur 13. október 2025, frá Guðrúnu Margréti Njálsdóttur varamanni í kjörstjórn Grímsness- og Grafningshrepps þar sem hún óskar eftir því að hætta sem varamaður. Sveitarstjórn þakkar Guðrúnu vel unnin störf og samþykkir samhljóða að Kristín Björg Albertsdóttir verði varamaður í kjörstjórn út kjörtímabilið.
8. Lækkun hámarkshraða við og á Borg.
Sveitarstjórn óskar eftir því við Vegagerðina að hámarkshraðinn við og á Borg verði færður úr 70 km í 50 km hraða.
9. Tilkynning um að fallið er frá fyrirhugaðri niðurfellingu Bjarkarvegar (3759-01) af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dagsett 29. október 2025, þar sem fallið er frá fyrirhugaðri niðurfellingu Bjarkarvegar (3759-01) af vegaskrá.
10. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði haldnir 26. nóvember, 11. desember og 15. janúar 2026 klukkan 9:00.
11. Ráðning byggðaþróunarfulltrúa 2025.
Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu, 2025-2027. Rakel hóf störf í byrjun október 2025.
Sveitarstjórn býður Rakel velkomna til starfa.
12. Ósk um að 104. héraðsþing HSK verði haldið í félagsheimilinu á Borg.
Fyrir fundinum liggur bréf frá stjórn HSK þar sem óskað er eftir að næsta héraðsþing HSK verði haldið á Borg, fimmtudaginn 26. mars 2026. Undanfarin ár hafa þingin verið haldin í öllum sveitarfélögum á sambandsins til skiptis, nú á 11 ára fresti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í viðburðinum og felur sveitarstjóra að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026.
13. Samningur um trúnaðarlæknaþjónustu.
Fyrir fundinum liggur tilboð Vinnuverndar ehf, dagsett 3. september 2025, í þjónustu trúnaðarlæknis.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að taka tilboðinu og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
14. Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. – fyrri umræða.
Fyrir liggur stofnsamningur fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stofnsamning fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og vísar til seinni umræðu.
15. Farsældarráð á Suðurlandi.
Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing að stofnun farsældarráðs á Suðurlandi ásamt skipuriti. Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Suðurlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.
16. Samantekt úr vinnustofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skráningu lögheimilis án tilgreinds heimilisfangs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir yfir verulegum áhyggjum af fjölgun einstaklinga sem skráðir eru með „ótilgreint heimilisfang“, einkum í tengslum við búsetu í frístundahúsum sem ekki eru ætluð til fastrar búsetu.
Þróunin veldur óvissu í stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga, grefur undan jafnræði allra íbúa og lýðræðislegum ferlum og hefur áhrif á skipulagsvald sveitarfélaga.
Sveitarstjórn tekur heils hugar undir niðurstöður og aðgerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem hafa hvatt stjórnvöld til að endurskoða lög um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018, með það að markmiði að:
-tryggja samræmi milli laga um lögheimili og skipulagslaga, -koma í veg fyrir að skráningu „án tilgreinds heimilisfangs“ sé beitt til að sniðganga skipulagsákvæði, -skýra ábyrgð og hlutverk Þjóðskrár Íslands í slíkum skráningum, -og tryggja sveitarfélögum fullt forræði í skipulagsmálum, í samræmi við 78. gr. stjórnarskrár.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hvetur dómsmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innviðaráðherra til að beita sér fyrir þessari endurskoðun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
17. Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga á Laugarvatni 15. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar boðsbréf á 70 ára afmælistónleika sem fara fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00.
Sveitarstjórn óskar Tónlistarskóla Árnesinga til hamingju með afmælið.
18. Heilsugæsla Uppsveita opnar á Flúðum 5. nóvemer 2025.
Lagt fram til kynningar boðsbréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á opið hús nýrrar Heilsugæslu Uppsveita, miðvikudaginn 5. nóvember frá klukkan 13:00 – 16:00. Ný heilsugæsla er staðsett við Hrunamannaveg 3 á Flúðum.
Sveitarstjórn óskar Heilbrigðisstofnun Suðurlands og íbúum Uppsveita Árnessýslu til hamingju.
19. Landsbyggðarvagnar – kynning á nýju leiðarkerfi.
Lagt fram til kynningar kynningarefni frá fundi um leiðaráætlun landsbyggðarvagna.
Sveitarstjórn harmar að við nýtt leiðarkerfi hafi ekki verið tekið tillit til áskorunar sveitarstjórnar frá 559. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 6. desember 2023 þar sem sveitarstjórn bókaði eftirfarandi:
„Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á Strætó að breyta ferðum sínum í gegnum sveitarfélagið og útbúa stoppistöð við Sólheima. Á Sólheimum búa um 100 manns og þar eru að jafnaði mikill fjöldi erlendra sjálfboðaliða sem myndu nýta strætó. Jafnframt er töluvert af starfsfólki sem vinnur vaktavinnu og býr ekki á staðnum sem myndi nýta sér strætó til að komast til og frá Sólheimum. Á Sólheimum og þar í kring búa einnig framhaldsskólanemar sem gætu þá einnig nýtt sér ferðir strætó“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir samtali við Vegagerðina um það hvers vegna ekki hafi verið tekið tillit til þessarar áskorunar.
20. Landsátakið – Syndum 2025.
Lagt fram til kynningar erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dagsett 16. október 2025 þar sem kynnt er landsátak í sundi sem hófst 1. nóvember.
21. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, D Gistiskáli að Berjaás 8, fnr. 252-3245.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. október 2025 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, D Gistiskáli að Berjaás 8, fnr. 252-3245. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, D Gistiskáli að Berjaás 8, fnr. 252-3245 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
22. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Fögruvellir, Langirimi 52, fnr. 252-2334.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. október 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Fögruvöllum, Langirima 52, fnr. 252-2334. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Fögruvöllum, Langirima 52, fnr. 252-2334 með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
23. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
24. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 209/2025, „Skýrsla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna“.
Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 209/2025, „Skýrsla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna“.
25. Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár, nr. 1066/2014“.
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár, nr. 1066/2014“.
26. Umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps um mál nr. 194/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011“.
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um mál nr. 194/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:02