Fara í efni

Sveitarstjórn

604. fundur 26. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:55 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri var fjarverandi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti óskaði eftir því að fá að breyta röðun fundarliða þar sem lagt var til að færa lið 2 fyrst á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða af fundarmönnum.

1. Skipulagsmál í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Færst hefur í vöxt að einstaklingar hafi fasta búsetu allt árið í frístundahúsum innan skipulagðra frístundabyggða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagsáætlanir og þjónusta sveitarfélagsins við íbúa og eigendur frístundahúsa gera hins vegar ekki ráð fyrir því að svo sé enda er frístundabyggð skilgreind í skipulagslögum nr. 123/2010 sem „svæði fyrir frístundahús, þ.e. byggð sem ekki er ætluð til fastar búsetu“. Þá eru frístundahús skilgreind að lögum sem hús „utan þéttbýlis sem aðallega er nýtt til að fólk geti dvalist þar tímabundið til að eyða frítíma sínum og þar sem að öðru jöfnu er óheimilt að hafa skráð lögheimili,“ sbr. 2. tölul. 2. gr. laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Aukin heldur gera lög nr. 80/2018, um lögheimili og aðsetur, þá kröfu að lögheimili skuli skráð í húsnæði „sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hefur staðfang“. Frístundahús uppfylla ekki þetta skilyrði.
Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp á því að skrá einstaklinga sem kjósa að hafa fasta búsetu innan frístundabyggða í Grímsnes- og Grafningshreppi, í trássi við fyrirmæli laga, með lögheimili í sveitarfélaginu án tilgreinds heimilisfangs. Því háttar nú svo til að fjöldi einstaklinga er nú skráður með lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi án tilgreinds heimilisfangs. Þetta hefur leitt til óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og hvaða réttindi og skyldur gilda um þennan hóp fólks. Sveitarstjórn hefur ítrekað vakið athygli innviðaráðuneytisins, sem fer með málefni sveitarfélaga, og dómsmálaráðuneytis, sem fer með lögheimilismál, á stöðu mála. Væntingar standa til þess að ráðuneytin vinni að lausn og hefur t.d. verið nefnt að heimila skráningu lögheimilis í frístundahúsum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er ljóst að slíkar breytingar verða ekki gerðar án aðkomu Alþingis og sveitarfélaganna. Á meðan óvissa ríkir telur sveitarstjórn sér hins vegar ekki fært að taka ákvarðanir um frekari þróun frístundabyggða innan Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja öllum nýjum deiliskipulagstillögum fyrir frístundabyggð, tillögum um fjölgun frístundahúsalóða innan þegar deiliskipulagðra frístundasvæða og öllum tillögum um verulegar breytingar innan þegar deiliskipulagðra frístundasvæða. Jafnframt er ákveðið að hafna öllum breytingum á aðalskipulagi sem varða frístundabyggðir. Þetta á ekki við um þau mál sem þegar hafa verið samþykkt til auglýsingar.
Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi og Anna Katarzyna Wozniczka tók hans sæti.
2. Byggðaþróunarfulltrúi.
Inn á fundinn kom Rakel Theodórsdóttir, nýr byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn býður Rakel velkomna til starfa og þakkar góða kynningu og gott samtal.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 33. fundar Atvinnu- og Menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 34. fundar Atvinnu- og Menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 35. fundar Atvinnu- og Menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 36. fundar Atvinnu- og Menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 31. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. október 2025.
Mál nr. 1 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 31. fundar Skólanefndar, dagsett 30. október 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1 Gjaldskrá Kerhólsskóla.
Tillaga að gjaldskrá Kerhólsskóla var lögð fram til yfirferðar og umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gjaldskrá Kerhólsskóla fyrir árið 2026 og vísar henni í fjárhagsáætlunarvinnu.
Mál nr. 3 Breyting á skóladagatali, erindi frá skólastjóra.
Lögð var fram beiðni frá skólastjóra um að fá leyfi til að ljúka kennslu við Kerhólsskóla klukkan 13:00 miðvikudaginn 19. nóvember 2025 vegna Háskólalestarinnar, kennarasmiðju í Flóaskóla eftir hádegi, sem kennurum Kerhólsskóla hefur verið boðin þátttaka í.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ákvörðun sveitarstjóra.
f) Fundargerð 5. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla, 21. október 2025.
Mál nr. 3 b) þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 5. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla, dagsett 21. október 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3 b) Framlenging á erindisbréfi nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla.
Nefnd um skólahúsnæði Kerhólsskóla telur mikilvægt að sveitarstjórn heimili nefndinni að starfa fram á vor hið minnsta.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila nefndinni að vinna út kjörtímabilið.
g) Fundargerð 313. fundar skipulagsnefndar UTU, 12. nóvember 2025.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 32 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 313. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 12. nóvember 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 17; Kerhraun E-hluti; Aukin byggingarheimild; Deiliskipulagsbreyting - 2510063.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kerhrauns E-svæðis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á svæðinu eru rýmkaðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að synja tillögu um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun sem gerð var á 604. fundi sveitarstjórnar þann 26. nóvember 2025 undir lið 1. Á meðan óvissa ríkir telur sveitarstjórn sér ekki fært að taka ákvarðanir um frekari þróun frístundabyggða innan Grímsnes- og Grafningshrepps.
Mál nr. 18; Langirimi 56 L235654 og 54 L235653; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting - 2510060.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóðamörk milli Langarima 54 og 56 færast um 6 m í suður þannig að Langirimi 54 minnkar um 668 m2 en Langirimi 56 stækkar um 668 m2. Byggingarreitir færast sem því nemur og verða 10 m frá lóðamörkum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi, telur sveitarstjórn ekki þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 19; Kvíanes L239311; Efri-Brú Kvíanes 4 L238165; Frístundabyggð; Deiliskipulag -2510070.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Efri-Brú Kvíanes L191871 og Efri-Brú Kvíanes 4 L238165 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir frístundabyggð fyrir samtals 14 lóðum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að synja tillögu um nýtt deiliskipulag í samræmi við bókun sem gerð var á 604. fundi sveitarstjórnar þann 26. nóvember 2025 undir lið 1. Á meðan óvissa ríkir telur sveitarstjórn sér ekki fært að taka ákvarðanir um frekari þróun frístundabyggða innan Grímsnes- og Grafningshrepps.
Mál nr. 20; Bakkahverfi L236382 við Álftavatn; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting -2501051.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Bakkahverfis L236382 við Álftavatn. Um er að ræða breytingu á skilmálum í kafla 2.2. um hámarksstærðir bygginga á svæðinu. Nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,03 í 0,05 til samræmis við breytta stefnu aðalskipulags. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar nýtingarhlutfall. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 21; Vesturhlíð L192153; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag - 2410072.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F16 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan svæðisins sem tekur til um 97 ha svæðis undir heitinu Vesturhlíð. Á svæðinu er gert ráð fyrir lóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar nýtingarhlutfall. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 22; Kiðjaberg L168940; Stækkun lóðar nr. 4; Deiliskipulagsbreyting - 2511008.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Kiðjabergi L168940. Uppfærð gögn bárust í málinu frá því að skipulagsnefndin tók málið fyrir og í breytingunni felst að lóð nr. 4 stækkar um 4000 m2 til vesturs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að synja erindinu annars vegar þar sem að stærð lóðarinnar er ekki í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og hins vegar í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 604. fundi sveitarstjórnar þann 26. nóvember 2025 undir lið 1.
Mál nr. 23; Bíldsfell 3E lóð 1 L219971; Úr frístundabyggð í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting - 2510086.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Bíldsfell 3 E lóð 1 L219971. Í breytingunni felst að lóðinni er breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að synja tillögu um breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun sem gerð var á 604. fundi sveitarstjórnar þann 26. nóvember 2025 undir lið 1. Á meðan óvissa ríkir telur sveitarstjórn sér ekki fært að taka ákvarðanir um frekari þróun frístundabyggða innan Grímsnes- og Grafningshrepps.
Mál nr. 24; Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting - 2403043.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Í breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskiplags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhjóða að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Ljósafossskóla L168468, með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu, verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist einnig til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 32; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-237 – 2510004F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-237.
h) Fundargerð 314. fundar skipulagsnefndar UTU, 21. nóvember 2025.
Mál nr. 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 18 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 314. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 21. nóvember 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 5; Ásborgir í landi Ásgarðs; 35 lóðir; Deiliskipulag - 2207015.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Ásborga í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 35 lóðum. Af þeim eru 28 verslunar- og þjónustulóðir og þar af eru 16 byggðar. Á þeim er fyrst og fremst gert ráð fyrir hótel- og veitingarekstri og starfsemi honum tengdum. Á einni lóð er gert ráð fyrir að verði reist baðhús/sauna. Íbúðahúsalóðir á svæðinu eru sex og þar af eru þrjár byggðar. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu /bílageymslu og eitt aukahús.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 6; Ljósafossskóli L168468; Fjölgun gistirýma; Deiliskipulag - 2403049.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til viðskipta- og þjónustulóðar Ljósafossskóla L168468. Um er að ræða fjölgun gistirýma um allt að 35 einingar. Gistihús og kúlutjöld á steyptum undirstöðum á einum byggingarreit. Hámarksstærð hvers rýmis er 75 m2 og mesta leyfilega hæð á mæni er 4,5 m. Skipulagssvæðið er í heild 8,2 ha. Gert er ráð fyrir bílastæðum. Í breytingunni felst aukning á byggingarheimildum m.t.t. nýtingarhlutfalls 0,05.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu vegna ófullnægjandi gagna og felur skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við málsaðila.
Mál nr. 7; Tjaldafell fjallaríki L175568; Fjölgun lóða, auka byggingarheimildir og gistirými; Aðalskipulagsbreyting - 2511039.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 og gerð nýs deiliskipulags fyrir skálasvæðið við Tjaldfell norðaustan Skjaldbreiðar L175568. Fyrirhugað er að fjölga lóðum, heimila stærri mannvirki og fleiri gesti í gistingu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 8; Árvegur 8 L199084; Árvegur 10 L210319 sameinast Árvegi 8; Sameining lóða - 2511022.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dagsett 4.9.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar sameiningu tveggja lóða. Óskað er eftir að sameina Árveg 8 L199084 og Árveg 10 L210319 sem verður 84.048 fm eftir sameiningu. Gert er ráð fyrir að sameinuð lóð komi til með að heita Árvegur 8 L199084.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu og samþykkir samhljóða sameiningu Árvegs 8 L199084 og Árvegs 10 L210319 og að lóðin heiti Árvegur 8 L199084.
Mál nr. 9; Langirimi 10 L169909; Langirimi 12 L210275; Staðfesting á afmörkun lóða - 2511024.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingum dagsett 6.11.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðanna Langirimi 10 L169909 og Langirimi 12 L210275.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu.
Mál nr. 10; Klausturhólar 9 L168963; Staðfesting á afmörkun lóðar - 2511030.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 15.10.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Klausturhólar 9 L168963.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu.
Mál nr. 11; Klausturhólar lóð 2A L168961; Staðfesting á afmörkun lóðar - 2511031.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 15.10.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Klausturhólar 2a L168961.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu.
Mál nr. 18; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-238 – 2511002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-238.
i) Fundargerð 129. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 13. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 35. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. 14. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga bs. 14. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 338. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 22. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 248. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 1. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 249. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., 24. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnesinga bs. 14. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 3. fundar Markaðsstofu Suðurlands,10. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
r) Fundargerð 628. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 10. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
s) Fundargerð 629. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 22. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
t) Fundargerð ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 23. – 24. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
u) Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Niðurstaða – Sveitarfélag ársins 2025.
Fyrir liggur bréf frá Heklu mannauðssjóði um Sveitarfélag ársins 2025, dagsett 3. nóvember 2025. Sveitarfélag ársins 2025 var útnefnt fimmtudaginn 30. október nú fjórða árið í röð. Þar voru kynntar niðurstöður úr árlegri könnun Gallup um starfsánægju í sveitarfélögum landsins og veitt verðlaun þeim
sveitarfélögum sem sköruðu fram úr í ár. Í fyrsta sæti var Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur varð í öðru sæti, Hrunamannahreppur í því þriðja og Skeiða- og Gnúpverjahreppur í fjórða sæti.
Sveitarstjórn óskar starfsfólki og íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps til hamingju með frábæran árangur. Af þessu tilefni ætlar sveitarfélagið að bjóða starfsfólki og nemendum Kerhólsskóla upp á köku í hádeginu á morgun, 27. nóvember 2025.
5. Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps 2026 – seinni umræða.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar deildarstjóra veitna um gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepp dagsett 21. október 2025. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitu hækki um 3,5% flatt yfir alla gjaldskrána.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2026.
6. Styrkbeiðni vegna jólaskemmtunar Kerhólsskóla.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 154.100,- til undirbúnings og framkvæmdar jólaskemmtunar 2025 fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsmenn skólans.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.
7. Erindi til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir fundinn liggur erindi Bjarna Þorkelssonar, dagsett 10.11.2025, um málsmeðferð við flutning heilsugæslu að Flúðum og nafngift heilsugæslunnar.
Sveitarstjórn hefur á þessu kjörtímabili ekki fjallað sérstaklega um málefni stofnunarinnar á fundum sínum, nema þegar áskoranir komu frá kvenfélögum og eldri borgurum í Uppsveitum Árnessýslu og báðir hagsmunahópar og sveitarstjórn lýstu yfir áhyggjum á þjónustuskerðingu vegna bráðaþjónustu. Heilsugæslan er rekin af ríkinu og því hafa málefni hennar almennt ekki ratað inn á borð sveitarstjórnar. Sveitarstjórn vill þó benda á að fulltrúar sveitarstjórnar hafa á fundum m.a. með stjórnendum Heilbrigðisstofnunarinnar, sem hagsmunaaðilar fyrir íbúa sveitarfélagsins, lýst yfir áhyggjum á ferlinu og framkvæmdinni sem leiddi til þess að heilsugæslan var flutt frá Laugarási að Flúðum. Heilsugæsla er fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og því mikilvægt að traust ríki milli notenda og stofnunarinnar. Því tekur sveitarstjórn samhljóða undir bókun Bláskógabyggðar um að farið verði í úttekt á ferlinu til að byggja upp traust á milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og notenda heilsugæslunnar.
8. Beiðni um niðurfellingu dagsekta, greiðslusamkomulag og afturköllun uppboðsbeiðni.
Eigandi Gospel Channel Europe ehf. óskaði eftir því með erindi dagsett 7. nóvember sl. að sveitarstjórn myndi fella niður álagðar dagsektir vegna óleyfisframkvæmda í landi Ljósafossskóla.
Fyrir liggur að fyrirtækið reisti kúluhýsi / tjaldhýsi á landi Ljósafossskóla án tilskilinna leyfa eða tilkynninga til leyfisveitanda og skipulagsyfirvalda. Fyrirtækið hefur ekki sinnt kröfum byggingarfulltrúa um stöðvun á allri starfsemi í tengslum við hýsin og fjarlægingu þeirra af landinu. Hafa dagsektir verið áfallandi frá 20. mars 2025, sbr. bréf byggingarfulltrúa, dags. 19. febrúar 2025 og tilkynningu um álagningu dagsekta, dagsett 20. mars 2025.
Samkvæmt minnisblaði byggingarfulltrúa liggur fyrir að enn er starfsemi í fyrrgreindum tjaldhýsum eins og áður. Þá var gert samkomulag við fyrirtækið 16. ágúst 2024 um að það myndi stöðva allan rekstur í tjaldhýsunum frá þeim tíma, sem ekki var gert. Kröfum byggingarfulltrúa um stöðvun starfsemi og fjarlægingu tjaldhýsanna, sem sett var fram 19. febrúar 2025 og í kjölfarið lagt á dagsektir þar til úr yrði bætt, hefur ekki verið sinnt. Skipulagsmál á svæðinu eru enn óleyst, tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður auglýst innan skamms. Þá verður skipulagið tekið til afgreiðslu og farið verður yfir innsendar athugasemdir, ef einhverjar verða, í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga. Ákvörðun um breytingu aðalskipulags liggur því ekki fyrir. Á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember s.l. og sveitarstjórnar þann 26. nóvember var máli vegna tillögu að nýju deiliskipulagi frestað vegna ófullnægjandi gagna. Þá verður deiliskipulag ekki samþykkt fyrr en eftir að aðalskipulagi hefur verið breytt.
Með vísan til framangreinds samþykkir sveitarstjórn samhljóða að hafna beiðni um niðurfellingu dagsekta. Sveitarstjóra falið að tilkynna bréfritara um þessa niðurstöðu.
9. Tilkynning um að vegurinn að Björk 1, L211337 í Grímsnes- og Grafningshreppi verður færður inn á vegaskrá sem nýr héraðsvegur.
Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni dagsett 18. nóvember 2025 þar sem tilkynnt er um að umókn um að gera veginn að Björk 1, L211337 í Grímsnes- og Grafningshreppi að héraðsvegi hafi verið samþykkt.
10. Tillaga endurskoðanda um byggðasamlög.
Fyrir liggur tillaga um að sveitarstjórn skoði hvort undanskilja ætti verkefna í reikningsskilum sveitarfélagsins sem hafa óveruleg áhrif og eru undir 1% af tekjum, eignum og skuldum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og taka út áhrif samstarfsverkefna sem eru undir þessu viðmiði.
11. CanAm Iceland Hill Rally – 2026.
Lagt fram erindi keppnisstjóra, dagsett 15.10.2025. Þar er óskað eftir samþykki fyrir keppnisleið sem áætlað er að ekin verði 6. til 8. ágúst 2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda sem hlut eiga að máli.
12. Tilkynning um stjórnsýslukæru nr. UUA2511049.
Fyrir liggur tilkynning um stjórnsýslukæru nr. UUA2511049 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er ,,afgreiðsla og vinnubrögð varðandi hunda vesen sem kom upp í sumar.“ Um er að ræða hundinn Bowie í eigu kæranda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara kærunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
13. Erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál ÚNU25110008.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. ÚNU25110008 frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar sem kærð er „synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012“ um er að ræða ósk Búsetufrelsi um aðgang að gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara kærunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
14. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps – seinni umræða.
Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
15. Samþykkt fyrir Byggðasafn Árnesinga bs. – fyrri umræða.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt Byggðasafns Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
16. Samþykkt fyrir Listasafn Árnesinga bs. – fyrri umræða.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt Listasafns Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
17. Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga bs. – fyrri umræða.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt Héraðsskjalasafns Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
18. Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. – síðari umræða.
Lagðar fram til seinni umræðu breytingar á stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
19. Bréf frá Hestamannafélaginu Jökli.
Erindi frá Hestamannafélagsins Jökuls, dags. 11.11.2025, varðandi aðstöðu félagsins en í erindinu er komið inn á að þau finni áþreifanlega þörf fyrir félagshesthús og rýmra reiðsvæði til að tryggja betur öryggi iðkenda.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Jökuls.
20. Erindi frá innviðaráðuneytinu - opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna.
Lagt fram til kynningar erindi frá innviðaráðuneytinu um leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna.
21. Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ.
Lagt er fram til kynningar bréf frá UMFÍ dagett 13.11.2025, frá 54. sambandsþingi UMFÍ. Skorað er á ríki og sveitarfélög að hrinda af stað þjóðarátaki í lýðheilsu og forvörnum og taka nú þegar upp samtal við íþróttahreyfinguna á Íslandi, varðandi starfsumhverfi hennar.
22. Bréf frá Sigurhæðum.
Fyrir fundinum liggur beiðni frá Sigurhæðum, dagsett 12.11.2025, um rekstrarstyrk vegna ársins 2026. Sótt er um fjárframlag að fjárhæð kr. 320.562. fyrir árið 2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sigurhæðir um umbeðna fjárhæð vegna ársins 2026. Gert verður ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun 2026.
23. Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda – kynning og boð um þátttöku í verkefninu.
Fyrir liggur kynning á verkefninu „Lýðræðisþátttaka innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga“. Þátttaka eða samstarf sveitarfélagsins í verkefninu kallar á að finna tíma fyrir vinnustofurnar, gera auglýsingar fyrir þær og skráningarblað. Verkefnið er hugsað sameiginlega fyrir Uppsveitir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að fylgja því eftir.
24. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Lækjarbrekka 33, fnr. 229-5417.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 5.11.2025 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Lækjarbrekka 33, fnr. 229-5417.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, H frístundahús að Lækjarbrekka 33, fnr. 229-5417.
25. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, B stærra gistiheimili að Ljósafossskóli, fnr. 220- 7340.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. 11.2025 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, B stærra gistiheimili að Ljósafossskóli, fnr. 220- 7340.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis í flokki II, B stærra gistiheimili að Ljósafossskóli, fnr. 220- 7340, þar sem ekki hefur verið sótt um tilskilin leyfi fyrir mannvirkjum sem risið hafa á lóðinni.
26. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 14.11.2025, þar sem óskað er umsagnar um 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
27. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál – Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 13.11.2025, þar sem sent er til umsagnar 229. mál Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
28. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál – Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 13.11.2025, þar sem sent er til umsagnar 237. mál. Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
29. Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 225/2025, „Drög að reglugerð um flutning sauð- og geitfjár yfir varnarlínur“.
Lagt fram til kynningar erindi atvinnuvegaráðuneytisins dagsett 13.11.2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 225/2025, „Drög að reglugerð um flutning sauð- og geitfjár yfir varnarlínur“.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:55

Skjöl

Getum við bætt efni þessarar síðu?