Fara í efni

Sveitarstjórn

607. fundur 15. janúar 2026 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Ása Valdís Árnadóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a)
Fundargerð 316. fundar skipulagsnefndar UTU, 19. desember 2025.
Mál nr. 10, 11, 12 og 16 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 316. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 19. desember 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 10; Syðri-Brú L168277; Úr frístundabyggð í athafnasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2503029.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Syðri-Brú L168277 en í breytingunni felst skilgreining á athafnasvæði og vatnsbóli fyrir uppsetningu átöppunarverksmiðju fyrir neysluvatn. Einnig er frístundabyggð breytt í landbúnaðarsvæði í kringum athafnarsvæðið. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Syðri-Brú L168277 úr frístundabyggð í athafnasvæði í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 11; Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir athugun Skipulagsstofnunar, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á tæplega 1.400 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem skapar timburnytjar og græðir upp raskað land. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir kynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Villingavatns L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 13; Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 16; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-240 – 2512003F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-240.

b) Fundargerð 132. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 11. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c) Fundargerð 90. fundar stjórnar Bergrisans, 1. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d) Fundargerð 9. fundar framkvæmdaráð Almannavarna Árnessýslu, 25. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e) Fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 15. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f) Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði haldnir 21. janúar og 4. febrúar 2026 klukkan 9:00.

3. Borgartún 1.
Fyrir fundinum liggur umsókn um lóðina Borgartún 1.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta Heklaverk ehf kt: 450816-0190, lóðinni Borgartún 1 svo fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun. Samkvæmt reglum um úthlutun lóða þarf umsækjandi að skila inn ákveðnum gögnum og fær umsækjandi hér með 14 daga til að leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Berist gögn ekki innnan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra framkvæmda, mannvirkja og umhverfis og sveitarstjóra að klára málið.

4. Hraunbraut 4.
Fyrir fundinum liggur umsókn um lóðina Hraunbraut 4.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta Eignarhaldsfélaginu Inter ehf kt: 601125-2770, lóðinni Hraunbraut 4 svo fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun. Samkvæmt reglum um úthlutun lóða þarf umsækjandi að skila inn ákveðnum gögnum og fær umsækjandi hér með 14 daga til að leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Berist gögn ekki innnan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra framkvæmda, mannvirkja og umhverfis og sveitarstjóra að klára málið.

5. Húsnæðisáætlun 2026.
Ragnar Guðmundsson starfsmaður sveitarfélagsins kom inn á fund sveitarstjórnar undir þessum lið. Lögð fram húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2026. Áætlunin var unnin á rafrænum grunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp 2026.

6. Samþykkt fyrir ungmennaráð – seinni umræða.
Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um samþykkt fyrir ungmennaráð í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt um fyrir ungmennaráð.

7. Umsókn um tækifærisleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 6. janúar 2026, um umsögn um umsókn Dagnýju Davíðsdóttur um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Ungmennafélagsins Hvatar 2026.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

Dagný Davíðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8. Stjórnsýslukæra nr. 2512012.
Fyrir liggur tilkynning um stjórnsýslukæru númer 2512012 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem sveitarfélagið er kært fyrir að innheimta gjald fyrir seyruhreinsun en kærandi telur að seyruhreinsunin hafi ekki farið fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

9. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0857/2025 í Skipulagsgátt.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna máls nr. 0857/2025 í Skipulagsgátt um skógrækt í landi Villingavatns í Grafningi: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum.)
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrslu framkvæmdaraðila.

10. Styrkbeiðni - Börn með ME.
Fyrir fundinum liggur styrkbeiðni fyrir börn með ME dagsett 7. janúar 2026, um styrk að vinna bækling.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

11. Breyting á 4. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur og Aðalsteini Þorsteinssyni hjá Innviðaráðuneytinu dagsett 22. desember 2025 sem sent var til framkvæmdastjóra og fjármálastjóra allra sveitarfélaga vegna reglugerðar um breytingu á 4. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, ásamt afriti af reglugerðinni sem send var til birtingar í Stjórnartíðindum.

12. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2026, „Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga“.
Erindi frá innviðaráðuneytinu dagsett 8. janúar 2026, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 4/2026, „Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga“.
Lagt fram til kynningar.

13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 255/2025, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)“.
Erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu dagsett 19. desember 2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 255/2025, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?