Fara í efni

Sveitarstjórn

563. fundur 21. febrúar 2024 kl. 09:00 - 10:36 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 16. fundar Skólanefndar, 6. febrúar 2024.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar Skólanefndar sem haldinn var 6. febrúar 2024.
Mál nr. 1; Skóladagatal Kerhólsskóla.
Farið yfir skóladagatal Kerhólsskóla fyrir árið 2024/2025.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða skóladagatalið.
b) Fundargerð 274. fundar skipulagsnefndar UTU, 12. febrúar 2024.
Mál nr. 13, 14, 15 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 274. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 12. febrúar 2024.
Mál nr. 13; Neðan-Sogsvegar 4 L169505; Vegalagning; Framkvæmdaleyfi - 2402017.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til lagningu vegar að lóð Neðan-Sogsvegar 4. Aðkoman er skilgreind á milli um Neðan-Sogsvegar 4a og Neðan-Sogsvegar 2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum Neðan-Sogsvegar 2 og 4A, sveitarstjórn mælist til þess að framkvæmdin verði unnin í nánu samráði við eigendur framangreindra lóða þar sem vegurinn liggur á mörkum þessara tveggja lóða.
Mál nr. 14; Kiðjaberg lóð 107 L201721; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2402007.
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Kiðjabergs lóð 107. Í breytingunni felst m.a. að lóðin stækkar úr 9.100 fm í 14.100 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum 105, 106 og 108. Sveitarstjórn mælist til þess að málið verði jafnframt sent sumarhúsafélagi svæðisins til kynningar þar sem sameiginlegt leiksvæði hverfisins er fært með breytingunni.
Mál nr. 15; Öndverðarnes 2 lóð L170121; Selvíkurvegur 12 og 13; Skilmálar og skipting lóðar; Deiliskipulag - 2310041.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Öndverðarness 2 lóðar L170121. Lóðin er staðsett á frístundasvæðinu F30 í Öndverðarnesi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir frístundahús, aukahús og geymslu. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að skipta lóðinni upp í tvær lóðir, Selvíkurveg 12 og 13. Athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða og andsvara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um lagfærð gögn þar sem núverandi hús innan lóðanna verði staðsett á uppdrætti. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagsgagna og framlagðrar samantektar athugasemda, umsagnar og viðbragða. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 20; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24 – 198 – 2402001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 198.
c) Fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 12. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 12. febrúar 2024.
d) Fundargerð 4. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 8. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var þann 8. febrúar 2024.
e) Fundargerð 606. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 6. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 606. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 6. febrúar 2024.
f) Fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2024.
2. Ályktun vegna heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að taka undir eftirfarandi bókun stjórnar SASS vegna heimavistar við FSU:
Stjórn SASS skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði eytt hið allra fyrsta. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjórnendum þá rennur samningur um núverandi húsnæði heimavistarinnar út á vordögum 2024 og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja nemendum sem þess þurfa húsnæðisúrræði fyrir næsta skólaár.
Það markaði tímamót þegar samningar náðust um rekstur heimavistarinnar á haustdögum 2020 eftir nokkurra ára tímabil þar sem engin húsnæðisúrræði voru til staðar. Nýtingin á heimavistinni hefur verið mjög góð og það sætir því furðu að ríkið skuli ekki ganga frá samningum um áframhaldandi rekstur hennar þegar fyrir liggur að tilboð barst frá núverandi rekstraraðila.
Heimavist við skólann er lykilatriði í því að tryggja jafnrétti til náms á starfssvæði skólans og því með öllu óviðunandi að ríkið skuli bjóða ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á þá óvissu sem nú er uppi.
3. Erindi til sveitarstjórnar.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2024, frá Önnu Katrínu Þórarinsdóttur fyrir hönd Blakdeildar Umf. Hvatar. Í tölvupóstinum kemur fram ósk til sveitarfélagsins um styrk til búningakaupa og greiðslu mótsgjalda vegna þátttöku liðsins á öldungamóti í blaki.
Sveitarstjórn tekur undir það sem fram kemur í erindinu um að blakið sé mikilvæg heilsuefling og fagnar því metnaðarfulla starfi sem blakdeild Hvatar stendur fyrir. Fyrir liggur samstarfssamningur á milli Umf. Hvatar og sveitarfélagsins um starf Hvatar. Í samningnum er ekki fjallað um viðburði af þessu tagi en í ljósi þess að mikil virkni hefur verið í starfi Umf. Hvatar á síðustu árum er sveitarfélagið jákvætt fyrir því að við næstu endurskoðun samstarfssamningsins verði litið sérstaklega til þessa.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.
Dagný Davíðsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
4. Aðalfundarboð Samorku 2024.
Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra Samorku, dagsett 16. febrúar 2024, um að aðalfundur Samorku verði haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og til vara Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður framkvæmda og veitna.
5. Aðalfundarboð Límtré Vírnets ehf.
Lagt fram til kynningar bréf frá stjórnarformanni Límtré Vírnet ehf, dagsett 5. febrúar 2024, um að aðalfundur félagsins verði haldinn þriðjudaginn 20. febrúar 2020 í Reykjavík.
6. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skráningarfyrirkomulag á landsþing sambandsins sem haldið verður 14. mars 2024.
7. Lóðir við Miðtún Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Deiliskipulag vegna miðsvæðis var samþykkt í sveitarstjórn þann 19. apríl 2023. Verið er að vinna gögn vegna gatnagerðar á svæðinu og styttist því í að hægt verði að úthluta lóðum á svæðinu. Fyrir liggja drög að skilmálum vegna úthlutunar á lóðunum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða sérstaka skilmála um viðræðuferli vegna lóða að Miðtúni, Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur oddvita að klára málið.
8. Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna fyrirhugaðrar stefnumörkunar og heildarendurskoðunar á tónlistarfræðslu.
Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dagsett 7. febrúar 2024. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafi undanfarið beint sjónum sínum að málefnum tónlistarfræðslunnar og að hafin er undirbúningsvinna vegna stefnumörkunar og heildarendurskoðunar á tónlistarfræðslu á öllum skólastigum. Liður í undirbúningsvinnunni er úttekt á starfsemi tónlistarskóla sem viðurkenndir hafa verið samkvæmt 1. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
9. Bréf frá matvælaráðuneytinu um regluverk um búfjárbeit.
Lagt fram til kynningar.
10. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2024, „Kosningar – drög að reglugerðum“.
Lagt fram til kynningar.
11. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis beiðni um umsögn um mál nr. 112, „frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags).
Lagt fram til kynningar.
12. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 32/2024, „Drög að borgarstefnu“.
Lagt fram til kynningar.
13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 28/2024, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.)“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:36.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?