Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025, „Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna“.
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2024 – fyrri umræða.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi PWC og fór yfir reikninginn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 1. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga 4. febrúar 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga í Grímsnes- og Grafningshreppi sem haldinn var 4. febrúar 2025.
b) Fundargerð 2. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga 4. mars 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga í Grímsnes- og Grafningshreppi sem haldinn var 4. mars 2025.
c) Fundargerð 3. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga 25. mars 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar Stýrihóps göngu- og hjólastíga í Grímsnes- og Grafningshreppi sem haldinn var 25. mars 2025.
d) Fundargerð 19. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar 16. nóvember 2022.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar sem haldinn var 16. nóvember 2022.
e) Fundargerð 20. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar 7. apríl 2025.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 20. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar sem haldinn var 7. apríl 2025. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1; Endurnýjun á gólfefni í sal.
Vegna skemmda á gólfi í sal félagsheimilisins Borgar hefur sveitarstjórn nú samþykkt að flýta viðgerðum. Farið var yfir mismunandi efnisval, kosti og galla. Búið er að fá verktaka í verkið fyrir sumarið. Tímasetning er fyrirhuguð eftir sautjánda júní og verklok fyrir verslunarmannahelgi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
f) Fundargerð 1. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla 3. apríl 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla sem haldinn var 3. apríl 2025.
g) Fundargerð 300. fundar skipulagsnefndar UTU, 9. apríl 2025.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 34 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 300. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 9. apríl 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 14; Leynir 5 L233254 og Leynir L230589; Útleiga frístundahúsa; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2501034.
Lögð er fram beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Leynis, eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru heimildir fyrir útgáfu rekstrarleyfis vegna gistingar í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Leynis eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytinga sé skilyrðum aðalskipulags er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni ekki vera fullnægt.
Mál nr. 15; Torfastaðir 1 L170828; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2503093.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Torfastaða 1 L170828 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst efnistaka til eigin nota innan jarðarmarka Torfastaða 1, svæðið er í skipulagsferli þar sem gert er ráð fyrir því að það verði skilgreint sem efnistökusvæði. Heimilað efnismagn er allt að 40.000 m3. Efnið verður nýtt til jarðvegsmótunar tengt endurgerð á útihúsum og stíga-/vegagerð ásamt undirstöðum á frístundasvæði F-21 austan við Torfastaði 1 (Bakkahverfi).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja útgáfu framkvæmdaleyfis til efnistöku til eigin nota innan jarðarmarka Torfastaða 1. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að klára skilgreiningu efnistökusvæðis á grundvelli aðalskipulagsbreytingar, sem er í vinnslu, áður en efnistaka getur hafist á svæðinu.
Mál nr. 16; Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar og umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Brekkur 15 L203875; Útleiga húsa og gisting í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2503064.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á skilmálum deiliskipulags svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 18; Langamýri 1 L200829; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2504007.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Langamýri 1 L200829 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að skipta lóðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps bendir á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er ekki gert ráð fyrir að á þegar skipulögðum og byggðum frístundasvæðum sé heimilt að skipta lóðum upp nema við heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins.
Mál nr. 19; Öndverðarnes 2 lóð L170138; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2504008.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Öndverðarness 2 lóð L170138 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að skipta lóðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps bendir á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er ekki gert ráð fyrir að á þegar skipulögðum og byggðum frístundasvæðum sé heimilt að skipta lóðum upp nema við heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins. Forsenda skilgreiningar og þá uppskiptingar á lóðum er að unnið verði deiliskipulag sem tekur til svæðisins í heild.
Mál nr. 20; Vesturbyggð; steypt plata og lágmarks byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2504009.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til byggingarskilmála innan íbúðarsvæðisins Vesturbyggðar á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að skilgreind er lágmarksstærð húsa á einbýlishúsalóðum auk þess sem gerð er krafa um steypta undirstöðu og gólfplötu innan hverfisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 21; Vindorkugarður við Dyraveg; Mat á umhverfisáhrifum; Umsagnarbeiðni – 2503103.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar sem tekur til áætlana um vindorkugarð við Dyraveg í sveitarfélaginu Ölfusi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við framlagða matskyldufyrirspurn sem tekur til vindorkugarðs við Dyraveg í sveitarfélaginu Ölfus. Að mati
sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og helstu áhrifaþáttum s.s. er varðar lífríki- og gróðurfar, landslag og ásýnd og samfélag.
Mál nr. 34; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-224 - 2503005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-224.
h) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 26. mars 2025.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
i) Fundargerð 4. fundar Öldungaráðs Uppsveita og Flóa, 2. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 83. stjórnarfundar Bergrisans bs., 24. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 81. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 82. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, 12. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 83. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, 9. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 973. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 974. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 975. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 4. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Atvinnu- og menningarnefnd.
Lagður er fram tölvupóstur dags. 15. apríl 2025, frá Pétri Thomsen aðalmanni í Atvinnu- og menningarnefnd þar sem hann biðst lausnar vegna anna í öðrum nefndum á vegum sveitarfélagsins.
Jafnframt liggur fyrir að Anna María Danielsdóttir aðalmaður í Atvinnu- og menningarnefnd hefur flutt úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar Pétri og Önnu Maríu vel unnin störf og samþykkir samhljóða að Bryndís Eðvarðsdóttir og Þorkell Þorkelsson verði aðalmenn í Atvinnu- og menningarnefnd út kjörtímabilið, jafnframt verður Bergur Guðmundsson varamaður Þorkels út kjörtímabilið.
4. Niðurstöður stýrihóps um hjóla- og göngustíga í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur minnisblað með niðurstöðum stýrihóps um hjóla- og göngustíga í Grímsnes- og Grafningshreppi dagsett 20. mars 2025.
Sveitarstjórn þakkar stýrihópnum vel unnin störf og vísar tillögum hópsins til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og vara oddvita að vinna málið áfram.
5. Fulltrúar á aðalfund Brunavarna Árnessýslu bs.
Vegna breytinga á stjórnskipulagi Brunavarna Árnessýslu bs. samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Brunavarna Árnessýslu bs. sem haldinn verður í tengslum við vorfund Héraðsnefndar Árnesinga bs., varamaður er Ása Valdís Árnadóttir. Áheyrnarfulltrúi á aðalfund Brunavarna Árnessýslu bs. er Ragnheiður Eggertsdóttir, varamaður er Dagný Davíðsdóttir.
6. Fulltrúar á aðalfund Tónlistarskóla Árnessýslu bs.
Vegna breytinga á stjórnskipulagi Tónlistarskóla Árnessýslu bs. samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Tónlistarskóla Árnessýslu bs. sem haldinn verður í tengslum við vorfund Héraðsnefndar Árnesinga bs., varamaður er Ása Valdís Árnadóttir. Áheyrnarfulltrúi á aðalfund Tónlistarskóla Árnessýslu bs. er Ragnheiður Eggertsdóttir, varamaður er Dagný Davíðsdóttir.
7. Lóðarumsókn Borgargil 8, athafnasvæði.
Fyrir fundinum liggur umsókn um lóðina Borgargil 8 á athafnasvæði sveitarfélagsins við Sólheimaveg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta Ársæli Óskarsyni kt: 310890-3409, lóðinni Borgargili 8 svo fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og felur sveitarstjóra að klára málið.
8. Úrskurður nr. 151/2024 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Lagður fram til kynningar úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 151/2024 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2024 um að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr námu E24 í Seyðishólum.
9. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu í máli nr. 2025/147. Skógrækt í landi Villingavatns, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu í máli nr. 2025/147. Skógrækt í landi Villingavatns.
10. Minnisblað frá sveitarstjórn Hrunamannahrepps vegna samþykkta Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.
Fyrir liggur erindi Hrunamannahrepps, dagsett 27. mars 2025, þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á samþykktum UTU og að aðildarsveitarfélögum UTU verði heimilt að starfrækja sínar eigin skipulagsnefndir. Þar kemur fram að sveitarstjórn Hrunamannahrepps óskar eftir að starfrækja sína eigin skipulagsnefnd í stað þess að eiga aðild að sameiginlegri skipulagsnefnd sveitarfélaganna sex sem standa að UTU bs. Einnig kemur fram að verði ekki fallist á beiðnina þá muni Hrunamannahreppur segja sig úr byggðarsamlaginu og þar með hætta samstarfinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ítrekar bókun sína frá 25. júlí og 4. september 2024 þar sem meðal annars er farið yfir það að sveitarstjórn telji núverandi fyrirkomulag skipulagsnefndar hentugt og til þess fallið að fá víðsýna nálgun á afgreiðslu þeirra mála sem koma á borð nefndarinnar.
11. Styrkur Evrópusambandsins Life IceWater verkefni.
Kynning á verkefni sem varðar úrbætur í fráveitumálum á Þingvallasvæðinu, sem styrkur hefur fengist til frá Evrópusambandinu.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem sveitarstjórar Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar áttu með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, starfsmanni sem ráðinn hefur verið til að sinna verkefninu og fulltrúa Umhverfis- og orkustofnunnar. Stefnt er að fundi þessara aðila með sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna.
12. Styrkur til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.
Fyrir liggur erindi Háskólafélags Suðurlands, dagsett 10. apríl 2025, fyrir hönd Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, þar sem boðið er upp á endurnýjun samnings um styrk til sjóðsins til næstu 3 ára.
Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og að samningur verði endurnýjaður til 3 ára.
13. Ársreikningur Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. 2024.
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. fyrir árið 2024.
14. Ársreikningur Bergrisans bs. 2024.
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Bergrisans bs. fyrir árið 2024.
15. Ársreikningur Laugaráslæknishérað 2024.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Laugarárshéraðs fyrir árið 2024.
16. Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga 2024
Lagður fram til kynningar ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga fyrir árið 2024.
17. Ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnesinga 2024.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2024.
18. Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga 2025.
Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, dagsett 10. apríl 2025, þar sem gerð er grein fyrir áhrifum kjarasamninga á fjárhagsáætlun skólans og framlög sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.
19. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. 2025.
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands ehf. sem haldinn verður miðvikudaginn 30. apríl 2025 lagt fram.
Sveitarstjórn felur Smára Bergmann Kolbeinssyni að sækja fundinn f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps.
20. Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2025.
Fundarboð á aðalfund Markaðsstofu Suðurlands lagt fram til kynningar.
21. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025.
Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. lagt fram til kynningar.
22. Erindi frá Öruggara Suðurland. Ósk um upplýsingar um staðsetningu og virkni öryggismyndavéla hjá sveitarfélaginu.
Fyrir liggur erindi frá framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög á Suðurlandi, sendi framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands upplýsingar um staðsetningu og virkni þeirra öryggismyndavéla sem nú þegar eru á þeirra vegum, ef einhverjar eru. Jafnframt er þess óskað að fram fari greining eða mat á því hvort þörf sé fyrir frekara myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu og að gerð verði grein fyrir því mati.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara fyrirspurninni og láta greina þörf á auknu myndavélaeftirliti í samvinnu við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.
23. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, C minna gistiheimili að Langarima 15, fnr. 253-1057.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. apríl 2025, um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, C minna gistiheimili að Langarima 15, fnr. 253-1057.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, C minna gistiheimili að Langarima 15, fnr. 253-1057 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags svæðisins rúma einungis leyfi í flokki II, H Frístundahús.
24. Tölvupóstur frá Helga Harrysson dagsettur 30. mars 2025. Beiðni um breytingu á reglum sveitarfélagsins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Helga Harrysson dagsettur 30. mars 2025, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn geri breytingar á reglum sveitarfélagsins. Beiðnin er á þann veg að óskað er eftir að 2. gr. reglna um lækkun fasteignaskatts sem er í dag: "Afsláttur er eingöngu veittur af einni íbúð í eigu umsækjanda, þar sem hann hefur fasta búsetu og skráð lögheimili og skal viðkomandi íbúð vera skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá."
Verði breytt í:
„Afsláttur er eingöngu veittur af einni íbúð í eigu umsækjanda, þar sem hann hefur fasta búsetu“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna beiðni um breytingar á reglum sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
25. Fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsleg áhrif kjarasamninga.
Lögð er fram fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til framkvæmdastjóra sveitarfélaga landsins um fjárhagsleg áhrif nýrra kjarasamninga við kennara og viðbrögð við þeim.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skólastjóra að fara yfir fjárhagsleg áhrif kjarasamninga og möguleg viðbrögð við þeim og leggur til að farið verði í markvissa yfirferð á rekstri sveitarfélagsins og kynntar verði hugmyndir að hagræðingu áður en vinna við fjárhagsáætlun 2026 hefst.
26. Stóri plokkdagurinn 2025.
Grímsnes- og Grafningshreppur hvetur íbúa og aðra sem dvelja í sveitarfélaginu til þess að taka þátt í Stóra Plokkdeginum þann 27. apríl næstkomandi og plokka í sínu nærumhverfi eða þar sem þörf er á. Hægt verður að nálgast hanska og poka í Félagsheimilinu Borg á milli kl. 10 og 12 um morguninn og hægt verður að koma pokum á kerru sem verður þar fyrir utan út daginn.
27. Kerfisáætlun 2025-2034.
Beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 11. apríl 2025, um umsögn um Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Umhverfismat áætlana).
Lagt fram til kynningar.
28. Óskað eftir ábendingum sveitarfélaga vegna tillögu að stefnu um virka ferðamáta og smáfarartæki.
Fyrir liggur beiðni starfshóps Innviðaráðuneytisins þar sem óskað er eftir ábendingum frá viðeigandi sérfræðingum sveitarfélaga um hvernig hægt er að bæta stöðu ferðamáta og smáfaratæki, þar með talið aðgengi og öryggi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela heilsu- og tómsstundafulltrúa að vinna málið áfram.
29. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 267. Tillögu til þingsályktunar
um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029.
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dagsett 3. apríl 2025 til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029. Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
30. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 268. Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dagsett 3. apríl 2025, til umsagnar 268. mál Verndar-
og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni). Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl.
Lagt fram til kynningar.
31. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 68/2025, „Stefna stjórnvalda um öflun raforku“.
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu dagsett 4. apríl 2025 kynnir til samráðs mál nr. 68/2025, „Stefna stjórnvalda um öflun raforku“. Umsagnarfrestur er til og með 9. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
32. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 271. Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 10. apríl 2025, til umsagnar 271. mál, stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu- og byggðamála (stefnumörkun). Umsagnarfrestur er til og með 25. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
33. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 272. Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum).
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dagsett 14. apríl 2025, til umsagnar 272. mál, Sveitarstjórnarlög mat á fjárhagslegum áhrifum. Umsagnafrestur er til og með 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
34. Önnur mál.
a) Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025, „Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna“.
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu dagsett 30. janúar 2025, kynnir til samráðs mál nr. 7/2025, „Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna“. Umsagnafrestur er til og með 24. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:35.