Fara í efni

Sveitarstjórn

594. fundur 04. júní 2025 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla St. Kristinsdóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð,
engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn komu fulltrúar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps þau Kjartan Bäcker, Hrafnhildur
Sigurðardóttir, Stormur Leó Guðmundsson, Sigurður Thomsen, Ingibjörg Elka Þrastardóttir og Ísold Assa
Guðmundsdóttir ásamt heilsu- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins, Óttari Guðlaugssyni. Málefnin sem
Ungmennaráð ræddi voru tengd umhverfismálum, íþróttamiðstöðinni, sundlauginni og fræðslumálum.
Farið var yfir hvert atriði og næstu skref í málunum.
Sveitarstjórn þakkar Ungmennaráði fyrir góðar umræður.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 31. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 32. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 2. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 33. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 25. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7.
janúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 26. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11.
febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 27. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. mars
2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 28. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. apríl
2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 29. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. maí
2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 303. fundar skipulagsnefndar UTU, 28. maí 2025.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22, 24, 25, 26 og 34 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 303. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 28. maí 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir
þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 17; Borg, Miðsvæði M1; Hliðrun skipulags og stækkun lóðar Miðtún 1;
Deiliskipulagsbreyting – 2505071.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til miðsvæðis Borgar í Grímsnesog
Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóð og byggingarreitur við Miðtún 1 hliðrast um 17 metra
til vesturs auk þess sem lóðin og byggingarreitur stækkar lítillega. Þar af leiðandi hliðrast aðrar lóðir
ásamt byggingarreitum til vesturs um sömu vegalengd. Lóðarstærðir,byggingarmagn og
byggingarreitir við Miðtún 3-11 helst óbreytt Bætt er við bílastæðum innan svæðisins en að öðru leyti
helst deiliskipulagið óbreytt. Markmið breytingarinnar er að stækka athafnasvæðið á Miðtúni 1 fyrir
stærri þjónustubíla og rútur auk þess að fjölga bílastæðum til að anna aðsókn í nýjan þjónustukjarna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisinsog aðmálið fái
málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á
deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin
þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 18; Hallkelshólar lóð, L168514; Fiskeldi; Deiliskipulag – 2406077.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir auglýsingu, fyrir fiskeldi að Hallkelshólum L168541 í
Grímsnes- og Grafningshreppi. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem iðnaðarsvæði I13 og
landbúnaðarsvæði L2 í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er um 13,6 ha. Markmið með gerð deiliskipulags er að heimila
áframhaldandi uppbyggingu iðnaðarstarfsemis í formi fiskeldis á svæðinu. Afmarkaðir eru
byggingarreitir og settir skipulagsskilmálar vegna bygginga. Einnig eru settir rammar um
mótvægisaðgerðir vegna mögulegra umhverfisáhrifa af starfseminni. Umsagnir bárust á
auglýsingartíma sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og
uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi
verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og mælist til
þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð
Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sá fyrirvari er á afgreiðslu
skipulagsins að allar framkvæmdir á grundvelli tillögunnar eru háðar því að fornleifaskráning hafi
farið fram innan svæðisins í takt við skilmála í lið 4.1.
Mál nr. 19; Torfastaðir 1 L170828; Rannsókn og nýting malarnámu E23; Framkvæmdarleyfi –
2505075.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Torfastaða 1 L170828 í Grímsnes- og
Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst rannsókn á vinnsluhæfu magni í eldri malarnámu á
Torfastöðum 1. Sótt er um leyfi fyrir allt að 5.000 m3 efnismagni til að sannreyna efnismagn námunnar
fyrir frekari vinnslu. Fyrir liggur skipulagslýsing og umsókn um aðalskipulagsbreytingu fyrir námu á
svæðinu sem er í áframhaldandi vinnslu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis sem tekur til rannsókna á
vinnsluhæfu efnismagni innan malarnámu að Torfastöðum 1 sem nú er í ferli aðalskipulagsbreytingar.
Mál nr. 20; Straumnes sumarhús L222669; Rekstrarleyfi; Fyrirspurn – 2505073.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til sumarhúsa í landi Straumness L222669 í Grímsnes- og
Grafningshreppi. Leitast er eftir því að fá að vera með hluta af bústöðum á landinu í útleigu. Sótt var
um rekstrarleyfi en því var synjað á grundvelli gildandi deiliskipulags. Að mati eiganda er ekki talin
þörf á að vinna deiliskipulag til þess að fá leyfi þar sem skilgreindar eru heimildir til útleigu að því
gefnu að næg bílastæði séu til staðar og enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðis leggist gegn
starfseminni. Innan svæðisins (F9) eru engin önnur frístundasvæði en þessi hús. Þau standa á sér lóð
og eignarhald þeirra er allt það sama. Húsin eru aðallega notuð til einkanota en kostnaður er meiri
en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem heita vatnið fór og hefur þurft að fara í viðeigandi fjárfestingar
til að hægt sé að nota húsin. Þessi útleiga er því hugsuð á meðan húsin eru ekki notuð til einkanota og
til að geta fengið smá innkomu vegna aukins kostnaðar. Það eru engir aðrir bústaðir í grennd og áhrif
útleigu bústaðanna á nágranna enginn. Fyrir liggur samþykki frá landeigendum aðliggjandi lands
sem fylgir með þessari umsókn. Ekki er gert ráð fyrir að fara í frekari framkvæmdir á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkti á 587. fundi sínum að leggjast samhljóða gegn útgáfu rekstrarleyfis á
grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, H að Straumnesi, fnr. F2353172 á þeim grundvelli að
leyfisveitingin samræmdist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins. Sveitarstjórn benti á að
heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti
verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi
deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða
innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn
starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags. Á svæðinu er ekki í gildi
deiliskipulag og því mælist sveitarstjórn til þess að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu
þar sem gert er grein fyrir heimildum innan landsins með skýrum hætti.
Mál nr. 21; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og
frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og
Grafningshrepps 2020-2032 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum er
varðar skógrækt í sveitarfélaginu auk þess sem skilmálum er varðar nýtingarhlutfall og uppbyggingu
á frístundasvæðum er breytt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir
bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess við Skipulagsstofnun
að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi
við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 22; Minna-Mosfell L168262; Efnistökusvæði og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag –
2412016.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til svæðis innan lands Minna-
Mosfells L168262. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda fyrir uppbyggingu á tveimur
landbúnaðarlóðum auk þess sem efnistökusvæði er skilgreint í samræmi við breytingu á aðalskipulagi
sem er í ferli. Athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu
málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Mál nr. 23; Minna-Mosfell L168262; Öldusteinstún – frístundabyggð; Deiliskipulag – 2410081.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga deiliskipulags sem tekur til hluta frístundasvæðis F82 í landi
Minna-Mosfells. Um er að ræða 1. áfanga af fjórum innan skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir
skilgreiningu á 21 lóð í fyrsta áfanga á bilinu 7.234 – 15.797 fm að stærð. Innan hverrar lóðar er gert
ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi auk þess sem heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús
innan byggingareits og hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir og athugasemdir bárust við
auglýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Mál nr. 24; Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting –
2410017.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi
Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 eftir kynningu. Með breytingunni er skilgreint
efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells fyrir allt að 50.000 m3 efnistöku til eigin nota.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Mál nr. 25; Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu;
Aðalskipulagsbreyting – 2403091.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og
Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs
eftir kynningu. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á
staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu.
Deiliskipulagsbreyting er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari. Athugasemdir og
umsagnir bárust við skipulagslýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins vegna athugasemda Vegagerðarinnar
er varðar aðkomu að landinu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við umsækjanda
og Vegagerðina.
Mál nr. 26; Ásgarður; Herjólfsstígur 2-12 og Óðinsstígur 1; Verslunar- og þjónustusvæði; Nýtt
deiliskipulag og óveruleg breyting á DSK frístundsvæðis – 2403093.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri
starfsemi í landi Ásgarðs auk óverulegrar breytingar á núverandi deiliskipulagi frístundabyggðar í
Ásgarði eftir kynningu. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða
deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg, lóðar Óðinsstígs 1 og
þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir Herjólfsstíg 2-8 breytast að
því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 – 12, lóð við Óðinsstíg 1
og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í verslunar- og þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa
hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins vegna athugasemda Vegagerðarinnar
er varðar aðkomu að landinu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við umsækjanda
og Vegagerðina.
Mál nr. 34; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-227 - 2505003F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-227.
j) Fundargerð 122. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 23. maí 2025.
Mál nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 122. fundargerð stjórnar byggðarsamlagsins UTU, dagsett 23. maí 2025.
Mál nr. 2; Önnur mál.
Fulltrúar Flóahrepps og Ásahrepps í stjórn UTU lögðu fram tillögu um að gerð verði breyting á
samþykktum UTU þess efnis að hver sveitarstjórn sem aðild á að UTU verði heimilt að skipa einn
áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd UTU. Er þessi tillaga tilkominn í framhaldi af tillögu
Hrunamannahrepps um að sveitarfélögum sem aðild eiga að UTU verði heimilt að starfrækja sína
eigin skipulagsnefnd en fyrir liggur að ekki er áhugi fyrir því.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fulltrúa Ásahrepps og Flóahrepps sem fram kemur í
fundargerð stjórnar UTU.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 85. fundar stjórnar Bergrisans, 19. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 23. fundar stjórnar Arnardrangs, 19. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 213. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 23. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 33. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 28. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð aukaaðalfundar Brunavarna Árnessýslu, 28. apríl 2025.
Mál nr. 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram fundargerð aukaaðalfundar Brunavarna Árnessýslu, dagsett 28. apríl 2025.
Mál nr. 6; Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 er borin undir atkvæði og samþykktur samhljóða. Viðaukinn verður
sendur til aðildarsveitarfélaga til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð aukaaðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga, 28. apríl 2025.
Mál nr. 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram fundargerð aukaaðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga, dagsett 28. apríl 2025.
Mál nr. 6; Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 er borin undir atkvæði og samþykktur samhljóða og verður lagður
fyrir sveitarstjórnir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 622. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 9. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
r) Fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 9. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
s) Fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Ráðning skólastjóra Kerhólsskóla.
Með auglýsingu þann 7. maí 2025 á heimasíðu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps og
vefmiðlum ráðningarskrifstofunnar Mögnum var auglýst laust til umsóknar starf skólastjóra Kerhólsskóla.
Alls bárust 2 umsóknir um starfið. Umsjón með ráðningunni höfðu Fjóla Steindóra Kristinsdóttir,
sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps og Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Mögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Sigrúnu Hreiðarsdóttur sem skólastjóra
KerhólsskólaGrímsnes- og Grafningshrepps frá og með 1. júlí 2025 og felur sveitarstjóra að klára
ráðningarsamninginn.
4. Framtíðarstefna íþróttastarfs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Á 582. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2024 var tekið fyrir minnisblað um framtíðarstefnu
íþróttastarfs í sveitarfélaginu. Þar var farið yfir það að Grímsnes- og Grafningshreppur hefur um langt
skeið lagt áherslu á að efla heilsueflingu og tómstundastarf í sveitarfélaginu með áherslu á jafnrétti,
vellíðan og samfélagsþátttöku. UMF Hvöt hefur verið burðarás í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og hefur
sveitarfélagið stutt það myndarlega í því að skapa vettvang fyrir íbúa til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Þetta samstarf hefur verið liður í að efla lýðheilsu og samheldni innan sveitarfélagsins, í takt við
samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Haldin var málstofa um íþróttamál í Uppsveitum
Árnessýslu í apríl síðastliðnum þar sem ætlunin var að ræða saman um möguleikana á að stækka og efla
íþróttastarfið í Uppsveitunum. Íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps hefur staðið til boða að stunda ýmsa
íþróttaiðkun í nágranna sveitarfélögum og vill sveitarstjórn efla það samstarf enn frekar.
Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi kost á því að keppa í þeim
íþróttagreinum sem þau taka þátt í og boðið verður upp á í sveitarfélaginu. Horfa þarf til þess þegar verið
er að skipuleggja íþróttastarf í sveitarfélaginu og samstarf við íþróttafélög í nágrenninu. Í lok árs 2025
verður tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina á Borg þar sem verður um 300 fermetra tækjasalur
og hópasalur og er það vilji sveitarstjórnar að finna leiðir til að ýta enn frekar undir notkun
íþróttamiðstöðvarinnar.
Sveitarstjórn vill ítreka áhuga sinn á að efla enn frekar samstarf við íþróttafélög í nágrenninu og felur
heilsu- og tómstundafulltrúa og varaoddvita að ræða við stjórn Hvatar um leiðir til efla enn frekar
samstarfið og í kjölfarið að uppfæra samstarfssamninginn við UMF Hvöt og leggja fyrir sveitarstjórn.
5. Tónlistarskóli Árnesinga – Ósk um aukinn kennslukvóta.
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 9. maí, þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta frá 1. ágúst
2025. Á biðlista í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nú 5 umsækjendur, en flestar umsóknir berast
skólanum í maí, júní og ágúst.
Sveitarstjórn fagnar auknum áhuga barna í sveitarfélaginu á tónlistarnámi og samþykkir samhljóða
aukinn kennslukvóta fyrir sitt leyti.
6. Hraunbraut 5-7.
Með bréfi sveitarstjórnar, dagsettu 6. maí 2025, var félaginu North 66 properties ehf. tilkynnt um
afturköllun á úthlutun byggingarlóðanna að Hraunbraut 5-7, sem var úthlutað til umrædds félags þann 8.
apríl 2022. Lóðirnar eru staðsettar innan deiliskipulags Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í bréfi
sveitarstjórnar var tekið fram að úthlutun umræddra lóða væru fallnar úr gildi þar sem framkvæmdir
hefðu ekki hafist á lóðunum innan 12 mánaða frá því að þær voru tilbúnar fyrir byggingarframkvæmdir,
sbr. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að veita félaginu Imirox ehf. vilyrði fyrir úthlutun framangreindra lóða að
Hraunbraut 5-7, án undangenginnar auglýsingar, með vísan til gr. 9.1. reglna um úthlutun lóða í
Grímsnes- og Grafningshreppi. Imirox ehf. er lánafyrirtæki sem hefur komið að uppbyggingu í
sveitarfélaginu og er eigandi annarra fasteigna þar. Vilyrðið fyrir lóðunum gildir til 1. september 2025.
7. Hraunbraut 9-11.
Með bréfi sveitarstjórnar, dagsettu 6. maí 2025, var félaginu New Design ehf. tilkynnt um afturköllun á
úthlutun byggingarlóðanna að Hraunbraut 9-11, sem var úthlutað til umrædds félags þann 8. apríl 2022.
Lóðirnar eru staðsettar innan deiliskipulags Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í bréfi
sveitarstjórnar var tekið fram að úthlutun umræddra lóða væru fallnar úr gildi þar sem framkvæmdir
hefðu ekki hafist á lóðunum innan 12 mánaða frá því að þær voru tilbúnar fyrir byggingarframkvæmdir,
sbr. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að veita félaginu Imirox ehf. vilyrði fyrir úthlutun framangreindra lóða að
Hraunbraut 9-11, án undangenginnar auglýsingar, með vísan til gr. 9.1. reglna um úthlutun lóða í
Grímsnes- og Grafningshreppi. Imirox ehf. er lánafyrirtæki sem hefur komið að uppbyggingu í
sveitarfélaginu og er eigandi annarra fasteigna þar. Vilyrði fyrir lóðunum gildir til 1. september 2025.
8. Borgargil 8.
Á 590. fundi sveitarstjórnar þann 23. apríl 2025 var tekin fyrir umsókn frá Ársæli Óskarssyni um lóðina
Borgargil 8 á athafnasvæði sveitarfélagsins við Sólheimaveg. Fyrir fundinum liggur erindi frá
umsækjanda þar sem viðkomandi óskar eftir að skila lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
9. Umsókn um Borgargil 8.
Fyrir fundinum liggur umsókn um lóðina Borgargil 8 á athafnasvæði sveitarfélagsins við Sólheimaveg,
Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta Nýtt Verk ehf. kt: 530824-0120 lóðinni Borgargili 8, svo
fremi að umsækjandi uppfylli skilmála sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og felur sveitarstjóra að klára
málið.
10. Öndverðarnes 2 lóð L170106.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Öndverðarness 2 lóð L170106, eftir
grenndarkynningu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall og byggingarreit er breytt, þar sem skilgreining
byggingarreitsins er færð í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 12 metra. Engar athugasemdir
bárust við grenndarkynningu tillögunnar. Eftir kynningu hefur breytingartillagan verið uppfærð með þeim
hætt að nýtingarhlutfall er aukið í 0,034 auk þess sem kröfum um þakhalla er breytt úr 15-45° í 0-45°.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu
deiliskipulagsbreytingar. Að mati sveitarstjórnar er þó nauðsynlegt að kynna tillöguna að nýju eða að
öðrum kosti leggja fram skriflegt samþykki nágranna fyrir því að ekki séu gerðar athugasemdir við
breytingu tillögunnar eftir grenndarkynningu. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að í ljósi aukningar á
nýtingarhlutfalli geti tillagan ekki tekið gildi fyrr en aðalskipulagsbreyting er varðar aukið
nýtingarhlutfall á frístundasvæðum, sem samþykkt hefur verið eftir auglýsingu, hefur tekið gildi. Málinu
vísað til úrvinnslu málsaðila og skipulagsfulltrúa UTU.
11. Tilkynning um stjórnsýslukæru nr. 84/2025.
Fyrir liggur tilkynning um stjórnsýslukæru nr. 84/2025 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála,
þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að synja deiliskipulagsbreytingu í Leyni, Grímsnes- og
Grafningshreppi. Í breytingunni felst að skilgreindar eru heimildir fyrir útgáfu rekstrarleyfis vegna
gistingar í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að svara kærunni í samráði við lögmann
sveitarfélagsins.
12. Atviksáætlun vegna hópslysa á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.
13. Stjórnskipulag aðgerðarstjórnar í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.
14. Ársfundur Brákar íbúðafélag hses.
Fyrir fundinum liggur fundarboð Brákar íbúðafélags hses. þar sem boðað til ársfundar miðvikudaginn
11. júní 2025 kl. 11:30. Fundurinn verður staðfundur og í Reykjavík. Atkvæðisrétt hafa skipaðir fulltrúar
stofnaðilasveitarfélaga og atkvæðisrétt verður að nýta á staðfundinum. Boðið verður upp á streymi frá
fundinum. Stjórn og fulltrúaráð hefur seturétt á fundinum og hann er opin öllum samkvæmt samþykktum
Brákar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Fjóla Steindóra Kristinsdóttir verði fulltrúi Grímsnes- og
Grafningshrepps á fundinum.
15. Ársreikningur Arnardrangs 2024.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Arnardrangs 2024.
16. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, starfsleyfi vegna jarðborana.
Fyrir fundinum liggur bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og álit Umhverfisstofnunar þar sem vakin er
athygli á því að ef markmiðið er að uppfylla skilyrði laga og reglugerða um mengunarvarnir þarf að líta
til umfangs borverkanna, hversu stórt bortækið er og hversu miklar líkur séu á umtalsverðum
umhverfisáhrifum þá er ljóst að þau hljóti að teljast starfsleyfisskyld, jafnvel þó að í gildi sé
rannsóknarleyfi. Einnig er vakin athygli á að rannsóknarleyfi til jarðborana eru ekki leyfi til jarðborana
enda kemur slíkt fram í umsókn um rannsóknarleyfi.
Lagt fram til kynningar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00.

Skjöl

Getum við bætt efni þessarar síðu?