Fara í efni

Nýtt skipurit sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps

Nýtt skipurit sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps

Á 598. fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, sem haldinn var þann 20. ágúst 2025 var nýtt skipurit sveitarfélagsins samþykkt samhljóða. Nýtt skipurit tekur gildi frá og með 1. nóvember.

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur hefur verið í örum vexti undanfarin ár og útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa, auknar framkvæmdir og fjölbreytt verkefni. Þessi þróun kallar á endurskoðun á innra skipulags sveitarfélagsins.

Vinnan við nýja skipuritið var unnin í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Mögnum en lögð var áhersla á víðtækt samráð við starfsfólk og sveitarstjórn. Markmiðið var að skapa sameiginlega sýn, skýra ábyrgðarsvið og styrkja faglega stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Nýtt skipurit byggir á fimm stjórnendum sem, ásamt sveitarstjóra, mynda öflugt stjórnendateymi. Með þessu fyrirkomulagi verður til sterk og samhæfð stjórn, þar sem áhersla er á samvinnu, ábyrgð og þjónustugæði.

Sigrún Hreiðarsdóttir, skólastjóri Kerhólsskóla, samrekins leik- og grunnskóla, var ráðin í vor.
Sigrún Hreiðarsdóttir ráðinn skólastjóri við Kerhólsskóla

Agnar Þór Helgason var ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja nú í haust.
Agnar Þór Helgason ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grímsnes- og Grafningshrepps

Steinar Sigurjónsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri framkvæmda, mannvirkja og umhverfis og mun hann meðal annars hafa yfirumsjón með þjónustumiðstöð og gámasvæði sveitarfélagsins.

Ragnar Guðmundsson verður deildarstjóri veitna og hefur hann yfirumsjón með vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu.

Jafnframt hefur verið auglýst staða deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu, sem mun gegna lykilhlutverk í að efla fjármálastjórn sveitarfélagsins.
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

Með þessum breytingum verður skrifstofa sveitarfélagsins betur í stakk búin til að mæta auknum verkefnum og fagleg stjórnsýsla styrkist verulega. Skipuritið tryggir skýrari verkaskiptingu, meiri fagmennsku og bætir stuðning við sveitarstjóra og sveitarstjórn.

Í kjölfar breytinganna verður starf oddvita endurskoðað. Frá og með 1. janúar 2026 breytist starfshlutfall oddvita úr 75% í 50%. Með því að styrkja stjórnsýslu og skrifstofu sveitarfélagsins skapast betri grundvöllur fyrir oddvita til að sinna sínu hlutverki sem kjörinn fulltrúi og leiðtogi sveitarstjórnar. Breytingin eykur þannig skilvirkni í daglegum rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og hún styður við sterkt og öflugt stjórnsýslustig.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að nýtt skipurit marki nýjan og spennandi kafla í uppbyggingu Grímsnes- og Grafningshrepps. Með því er tryggð áfram sterk stjórnsýsla og góð, skilvirk og fagleg þjónusta við íbúa sveitarfélagsins.

Síðast uppfært 31. október 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?