Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 2. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 16. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 3. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 30. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 311. fundar skipulagsnefndar UTU, 8. október 2025.
Mál nr. 11, 12, 13, 14 og 17 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 311. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 8. október 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 11; Vesturkantur 6 L169407; Skipting lóðar í 4 hluta; Fyrirspurn – 2509078.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Vesturkants 6 L169407 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni er óskað eftir heimild til þess að gera deiliskipulagsbreytingu þar sem lóðinni er skipt í 4 hluta og gert ráð fyrir sumarhúsi á hverri lóð með nýtingarhlutfalli 0,03.
Að mati sveitarstjórnar samræmist fyrirspurnin ekki gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og því ekki forsendur fyrir því að taka jákvætt í erindið.
Mál nr. 12; Syðri-Brú L168277; Úr frístundabyggð í athafnasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2503029.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Syðri-Brú L168277 en í breytingunni felst skilgreining á athafnasvæði og vatnsbóli fyrir uppsetningu átöppunarverksmiðju fyrir neysluvatn. Einnig er frístundabyggð breytt í landbúnaðarsvæði í kringum athafnarsvæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða aðalskipulagsbreytingu og mælist til þess að hún verði auglýst til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13; Öndverðarnes 1 L168299; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2509074.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Öndverðarness L168299 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið:
Aðalhús skal ekki vera stærra en 200 fm að grunnfleti, nýtingarhlutfall skal þó aldrei vera meira en 4% af stærð lóðar. Þar sem möguleiki er á kjallara getur nýtingarhlutfall orðið hærra eða allt að 5% af stærð lóðar og falla B-rými einnig þar undir. Hámarkshæð mænis frá gólfi er 6 metrar, en frá jörðu 6,5 metra. Önnur hús á lóð hafa hámarkshæð frá gólfi 3,5 metra en frá jörðu 4,0 metra. Almennt þá skal hæð frá gólfkóta að aðliggjandi landi ekki vera meiri en 0,5 metrar. Heimild er til þess að byggja kjallara undir húsi, þar sem aðstæður gefa tilefni til, t.d. þar sem landhalli er til staðar. Heimilt er einnig að byggja geymsluhús/gestahús allt að 40 fm innan nýtingahlutfalls ofanjarðar. Að öðru leyti gilda deiliskipulagsskilmálar í samþykktu deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu þess efnis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 14; Kerhraun 50 L173742; Lóðamörk og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2508028.
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til Kerhrauns í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni að mörkum milli lóðanna Kerhrauns 49 L173741 og 50 L173742 er breytt. Kerhraun 49 stækkar í 5.535 fm úr 4.982 fm og Kerhraun 50 minnkar í 6.467 fm úr 7.190 fm. Byggingarreitum lóðanna er breytt vegna breyttra lóðarmarka auk þess sem aðkomuvegur er lengdur lítillega. Athugasemir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-235 – 2509005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-235.
d) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 29. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 19. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 29. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 336. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 26. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun.
Lagðir eru fram viðaukar nr. 2, 3 og 4 við fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2025.
• Viðauki 2 gerir ráð fyrir hækkun á rekstraráætlun málaflokks 67 hitaveita vegna kostnaðar við djúpdælubilun í Kringluveitu, að fjárhæð kr.11.600.083.- án vsk.
• Viðauki 3 gerir ráð fyri hækkun á rekstraráætlun málflokks 04 fræðslu og uppeldismál vegna nemendafjölgunar á skólaárinu, að fjárhæð kr 5.000.000.-m.vsk.
• Viðauki 4 gerir ráð fyri hækkun á rekstraráætlun og lækkunnar til jafns á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
o Hækkun á málaflokkur 11 – Umhverfismál kr. 3.000.000.-m.vsk. á móti lækkun á fjárfestingaáætlun eignasjóður – ýmis verk um kr 3.000.000.-m.vsk
o Hækkun á rekstraráætlun sameiginlegur kostnaður kr. 15.000.000.- m.vsk á móti lækkun á eignarstjóð nýtt stjórnsýsluhús kr. 15.000.000.- m.vsk.
Áhrif viðaukanna á sveitarsjóð er lækkun rekstrarniðurstöðu í kr. 185.408.973,- eftir að allir viðaukar ársins hafa verið samþykktir. Viðaukum er mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða viðauka.
3. Viðverustefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð eru fram drög að viðverustefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir viðverustefnuna og felur sveitarstjóra í samráði við stjórnendur að kynna stefnuna fyrir starfsfólki sveitarfélagsins .
4. Hönnun á björgunarmiðstöð Þinggerði 1.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dagsett 14.10.2025 um tilboð í hönnuna á slökkvistöð á Borg. Fyrir liggur tilboð frá Húmfaxa ehf. sem hljómar upp á 4,2 m.kr. án vsk. Tímagjald verkfræðings er 19.800 kr. og tímagjald annarra starfsmanna er 17.500 kr. Húmfaxi ehf. hefur töluverða reynslu í hönnun límtréshúsa og teiknaði m.a. nýja björgunarmiðstöð á Flúðum, sem er sambærileg þeirri byggingu sem fyrirhuguð er á Borg. Samstarf fyrirtækisins við Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarsveitina Eyvind gekk vel, og mælti BÁ sérstaklega með Húmfaxa við nefndina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Húmfaxa ehf í hönnun á slökkvistöð á Borg og felur sveitarstjóra að undirrita samning við Húmfaxa.
5. Viðauki við þjónustusamning um snjómokstur 2025-2026.
Fyrir fundinum liggja viðaukasamningar vegna snjómoksturs fyrir veturinn 2025 – 2026. Annarsvegar viðaukasamningur til eins árs við Suðurtak ehf. vegna Grímsnes og hinsvegar viðaukasamningur til eins árs við Vélaleigu Ingólfs ehf. vegna Grafnings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukasamningana og felur sveitarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.
6. Samþykkt um hunda- og kattahald Grímsnes- og Grafningshrepps - fyrri umræða.
Fyrir fundinum liggja drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Grímsnes- og Grafningshreppi, dögin eru lögð fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu.
7. Þjónustulýsing akstursþjónustu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir fundinum liggja drög að þjónustulýsingu akstursþjónustu fatlaðs fólks í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þjónustulýsinguna. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að senda drögin til Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. til samráðs og ljúka málinu.
8. Ósk um samsstarfssamning við Félag 60+.
Fyrir fundinum liggur ósk frá nýstofnuðu félagi 60+ í Grímsnes- og Grafningshreppi um samstarfssamning um skipulagningu félags- og tómstundastarfs fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn fagnar því að búið sé að stofna Félag 60+ í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra að vinna drög að samstarfssamning til leggja fyrir sveitarstjórn. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa málið í huga við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
9. Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Bjarkarvegar (3759-01) af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 2. október 2025, þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Bjarkarvegar (3759-01) af vegaskrá.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við niðurfellingu vegarins af vegaskrá bæði vegna þess að ekki er lengur skilti við veginn og það er skráð búseta að Björk II, L203819 og felur sveitarstjóra að svara Vegagerðinni þess efnis.
10. Úrskurður í máli nr. DMR25030292.
Lagt fram til kynningar úrskurður í máli nr. DMR25030292.
11. Úrskurður ÚUA í máli 117/2025.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 117/2025 þar sem hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 27. júní 2025 um að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags Efri-Brúar, frístundabyggð.
Lagt fram til kynningar.
12. Úrskurður ÚUA í máli 84/2025.
Fyrir liggur úrskurður í máli 84/2025 þar sem hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. apríl 2025 um að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundalóða Leynis, L230589, í landi Miðengis.
Lagt fram til kynningar.
13. Kaup á upplýsingaskjám og aðgangi að upplýsingaskjákerfi.
Fyrir fundinum liggur erindi frá heilsu- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins um kaup á upplýsingaskjám og aðgangi að upplýsingaskjákerfi.
Sveitarstjórn vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.
14. Áskorun til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðherra.
Lögð fram til kynningar annars vegar áskorun til stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga og hins vegar áskorun á innviðaráðherra um að hafna tillögum innviðaráðuneytis um afnám íbúalýðræðis sem felast í drögum að nýjum sveitarstjórnarlögum sem nú liggja fyrir samráðsgátt stjórnvalda.
15. Kvennaverkfall 50 ára.
Fyrir fundinum liggur bréf dagsett 6. október 2025, frá Kvenréttindarfélagi Íslands. Þar er þess farið á leit við sveitarfélög landsins að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þar sem því verður við komið, geti konur og kvár tekið þátt í skipulögðum viðburðum vegna 50 ára afmælis kvennafrídagsins föstudaginn 24. október 2025. Þau samfélagslegu áhrif sem kvennaverkfallið hefur sýna mikilvægi kvenna og kvár á vinnumarkaði og að án þeirra er ekki unnt að halda úti nauðsynlegri þjónustu fyrir alla hópa í íslensku samfélagi.
16. Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðherra Eyjólfi Ármannssyni dagsett 30. september 2025 um alþjóðlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa.
17. Bréf til sveitarfélaga vegna NPA.
Fyrir fundinum liggur bréf frá ÖBÍ réttindasamtökum, dagsett 9. október 2025. Þar sem þess er óskað að sveitarfélagið svari meðfylgjandi fyrirspurnum ÖBÍ réttindasamtökum eigi síðar en 1. nóvember nk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
18. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 195/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (símar og snjalltæki)“.
Lagt fram til kynningar.
19. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 194/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita og Fjólu Steindóru Kristinsdóttur sveitarstjóra að vinna umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og skila inn.
20. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 102. mál.
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 102. mál.
21. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera, 71. mál.
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera, 71. mál.
22. Umsögn um mál nr. 180/2025 - „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011“
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um mál nr. 180/2025 - „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011“.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:59