Fara í efni

Íþróttavika Evrópu í Grímsnes- og Grafningshreppi

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Í Grímsnes og - Grafningshreppi er boðið upp á ýmsa viðburði í tilefni af þessari viku og við hvetjum fólk til að taka þátt og vera virk. Nánari lýsingu fæst með því að smella á viðburðinn.

Laugardagur 24. september

Hið árlega frisbígolfmót Úlli Ljóti á Úlfljótsvatni

Sólheimahlaup Frískra Flóamanna

Þriðjudagur 27. september

Jóga hjá Kristínu á Sólheimum

Fótboltaæfing fullorðinna á Borg

Miðvikudagur 28. september

Blakæfing fullorðinna á Borg

Heilsutengd fræðsla í félagsheimilinu

Fimmtudagur 29. september

Flóðahringurinn með Íþróttafélaginu Gný

Körfuboltaæfing fullorðinna á Borg

Föstudagur 30. september

Léttur þrekhringur í Yndisskóginum á Borg.

Síðast uppfært 21. september 2022
Getum við bætt efni síðunnar?