Fara í efni

Sveitarstjórn

606. fundur 15. desember 2025 kl. 09:00 - 11:01 Stjórnsýsluhúsinu Borg og á Teams
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla Steindóra Kristinsdóttir.

 

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

Fundargerðir.
a) Fundargerð 29. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 2. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 47. fundar Fjallskilanefndar, 8. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 35. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 36. fundar Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 16. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 18. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 5. fundar Samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 8. júní 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 6. fundar Samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 10. nóvember 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 7. fundar Samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 5. mars 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 8. fundar Samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 16. janúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 9. fundar Samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 17. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 4. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 20. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 5. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 28. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 6. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 11. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 7. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 25. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 1. fundar nefndar um frístunda- og menningarmál, 15. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 2. fundar nefndar um frístunda- og menningarmál, 9. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 3. fundar nefndar um frístunda- og menningarmál, 21. maí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
r) Fundargerð 4. fundar nefndar um frístunda- og menningarmál, 14. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
s) Fundargerð 5. fundar nefndar um frístunda- og menningarmál, 9. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
t) Fundargerð 315. fundar skipulagsnefndar UTU, 10. desember 2025.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 43 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 315. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 10. desember 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 17; Minni-Bær beitiland (L168265); byggingarheimild; sumarhús – 2511046.
Móttekin var umsókn þann 19.11.2025 um byggingarheimild fyrir 174,3 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Minni-Bær beitiland (L168265) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 18; Ljósafossskóli L168468; Fjölgun gistirýma; Deiliskipulag – 2403049.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Ljósafossskóla L168468 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Markmið deiliskipulagsins er að móta heildstæða framtíðarsýn fyrir þróun svæðisins við Ljósafossskóla þar sem gert er ráð fyrir fjölgun gistirýma, endurnýtingu eldri bygginga og uppbyggingu vistvænna gistieininga. Heimilað byggingarmagn á svæðinu er 1.350 m2 og heimilaður fjöldi gistirýma er 35.
Málinu frestað vegna ófullnægjandi gagna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kalla eftir að gerð verði merkjalýsing fyrir lóðina.
Mál nr. 19; Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Brúarholt II L196050. Í breytingunni felst að landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 þar sem landeigandi hyggst byggja upp litlar landspildur ca. 1 – 1,2 ha að stærð til fastrar búsetu. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 30 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vegna Brúarholt II L196050 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 20; Klausturhólar L177600; Uppskipting námusvæðis í tvo hluta; Deiliskipulag – 2511042.
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags sem tekur til Klausturhóla L177600 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta námusvæðis Klausturhólar (E17) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Efnistökusvæðið er um 18 ha að stærð, þar er heimiluð malarnáma fyrir allt að 200.000 m3 ásamt efnislosun. Fyrirhugað er að skipta efnistökusvæðinu í tvennt og verða um 13-15 ha af land innan deiliskipulagssvæðis. Deiliskipulagið mun taka til nýtingu svæðisins og frágangi þess til næstu 15 ára en áætlað er að loka svæðinu 2040. Áætlað er að vinna allt að 150.000 m3 af efni úr námunni, samhliða vinnslunni verður unnið að landmótun og frágangi svæðisins. Gerð verður minniháttar breyting á aðalskipulagi þar sem efnistökusvæðinu E17 verður skipt upp í tvennt og verður nýtt svæði skilgreint fyrir norðurhlutann, eða þess hluta svæðis sem nú er innan E17 og innan upprunalands Klausturhóla í Grímsnesi (L168258). Innan þess svæðis verður heimiluð efnistaka fyrir allt að 50.000 m3 og verður fyrir utan fyrirhugaða afmörkun á deiliskipulagssvæði. Skilmálar E17 verða því lítt breyttir, umfram það að svæðinu verður skipt upp.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 21; Ásgarður; Skógarholt spennistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2511063.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóð fyrir spennistöð er bætt inn á svæði 3, en spennistöðin er til staðar. Lóðin fær staðfangið Skógarholt spennistöð og þar er heimilt að byggja allt að 10 m3 hús.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 22; Syðri-Brú L168277; Sólbakki 7 viðbótarlóð og Sólbakki 9 viðbótarlóð; Stofnun lóða – 2511020.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 02.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna viðbótarlóðirnar Sólbakka 7 (363,1 fm) og Sólbakka 9 (804,3 fm) úr upprunalandinu Syðri-Brú L168277. Aðkoma er frá Þingvallavegi (nr. 36) og þaðan um Sólbakka.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi merkjalýsingu.
Mál nr. 33; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-239 – 2512001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-239.
u) Fundargerð 130. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 28. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
v) Fundargerð 131. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 24. nóvember 2025.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 131. fundar stjórnar, dagsett 24. nóvember 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1 Gjaldskrár UTU.
Lagðar fram gjaldskrár vegna skipulagsmála og byggingarmála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2026.
Mál nr. 2 Fjárhagsáætlun UTU 2026.
Fyrir liggur fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
Sveitastjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
w) Fundargerð 89. fundar stjórnar Bergrisans, 3. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
x) Fundargerð 339. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs., 13. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
y) Fundargerð 340. fundar stjórnar Sorpsstöðvar Suðurlands bs., 2. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
z) Fundargerð 341. fundar stjórnar Sorpsstöðvar Suðurlands bs., 10. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
aa) Fundargerð 250. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 2. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
bb) Fundargerð 630. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 7. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
cc) Fundargerð 631. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 5. desember 2025.
Mál nr. 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram fundargerð 631. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mál númer 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 4; Erindi frá Sorpstöð Suðurlands.
Erindi frá SOS um breytingu á umgjörð og rekstri var tekin fyrir á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) þann 5. desember 2025. Þar er óskað eftir aðkomu SASS, með þeim hætti að daglegur rekstur og faglegt starf SOS yrði falið SASS á grundvelli samnings þess efnis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög.
dd) Fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. nóvember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
ee) Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. desember 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025.
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun 2025, með honum eru tekin út áhrif samstarfsverkefna sem hafa óveruleg áhrif og eru undir 1% af tekjum, eignum og skuldum sveitarfélagsins. Þá er einnig lagður fram viðauki nr. 6 þar sem verið er að uppfæra áætlun í samræmi við þróun á rekstri og framkvæmda til loka árs. Fjárfesting lækkar um 175 millj kr. auk lækkunar reksturs Hitaveitu um 10 millj kr. samtals 185. millj kr. hækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukana.
3. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2026.
Gjaldskrár eru nú lagðar fram til síðari umræðu. Sveitarstjóri gerir grein fyrir helstu breytingum á forsendum álagningar og gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2026.
a) Útsvarshlutfall.
Álagningarhlutfall útsvars verður 14,14% fyrir árið 2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um hækkun álgningarhlutfalls fyrir árið 2026.
b) Fasteignaskattur.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkar á árinu 2026, á íbúðarhúsnæði (A-flokk) úr 0,425% í 0,415%. Á atvinnuhúsnæði (C-flokk) úr 1,60% í 1,55%, álagningarhlutfall fasteignaskatts á stofnanir (B-flokk) verður óbreytt 1,32%.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda árið 2026 eru 10.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
c) Gjaldskrá fráveitu.
Kostnaður við seyruhreinsun verður kr. 19.609 á hvert íbúðarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Gjald fyrir seyruhreinsun á hvert frístundahús verður kr. 11.765.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
d) Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs.
Gjald fyrir grunneiningu íláta við íbúðarhúsnæði
Tegundir úrgangs og ílát í grunneiningu:
Blandaður úrgangur 240 l ílát 39.500 kr.
Lífúrgangur 240 l ílát 13.400 kr.
Pappi og pappír 240 l ílát 2.900 kr.
Plast 240 l ílát 2.900 kr.
Gjald fyrir fastan kostnað, rekstur grenndar- og gámastöðva og meðhöndlun úrgangs
Innheimta skal gjald fyrir fastan kostnað og rekstur gámasvæðis:
Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði 13.310 kr.
Innheimta skal gjald vegna reksturs grenndarstöðva:
Frístundahúsnæði og það íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu íláta. 13.190 kr.
Innheimta skal gjald vegna meðhöndlunar úrgangs:
Lögbýli 12.930 kr.
Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5m3 á ári. Inneign færist ekki milli ára.
Gjald vegna reksturs grenndarstöðva lækkar um 1.120 kr. eða 8% milli ára sem skýrist af auknum endurgreiðslum frá Úrvinnslusjóð vegna sérstakrar söfnunar á plasti og pappa. Á móti hækkar gjald vegna reksturs gámastöðvar og annars fasts kostnaðar vegna magnaukningar á gámasvæði og vísitöluhækkana, en gjöldunum er ætlað að standa undir raunkostnaði.
Vegna mikillar kostnaðaraukningar við afsetningu á dýrahræjum sem varð í kjölfarið á banni við urðun þeirra, er nauðsynlegt að leggja á sérstakt gjald vegna söfnunar og afsetningar dýrahræja. Eini löglegi farvegurinn fyrir dýrahræ þessa stundina er brennsla, sem er umtalsvert dýrari en urðun. Gjöldin eru lögð á þá sem eru með skráðan bústofn og er ætlað að standa undir söfnun og afsetningu á úrgangsflokknum.
Sérstakt gjald vegna söfnunar og afsetningar dýrahræja er lagt á alla aðila sem eru með skráðan bústofn á búsnúmeri sínu skv. skýrslum frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Gjaldið veitir aðgang að söfnunargámi fyrir dýrahræ sem er staðsettur innan sveitarfélagsins. Sauðfé úr Grafningi skal þó fara með á móttökustöð ÍGF í Hrísmýri. Gjaldinu er skipt upp í mismunandi gjaldflokka eftir fjölda og tegund bústofns.
Umfangsstig eru reiknuð samkvæmt eftirfarandi;
Nautgripir og kýr: 2 stig
Svín og hross: 1 stig
Sauðfé og geitur: 0,5 stig
Alifuglar og loðdýr: 0,25
Hvert skráð dýr er talið inn í heildarstig í umfangi hvers bús og gjald fundið út frá því.

Gjaldflokkur

Umfang bústofns

Samtals kostnaður

Lágmarksgjald

5.000 kr

Gjaldflokkur 1

20-29 stig

25.000 kr

Gjaldflokkur 2

30-99 stig

50.000 kr

Gjaldflokkur 3

100-299 stig

75.000 kr

Gjaldflokkur 4

300-499 stig

100.000 kr

Gjaldflokkur 5

500-699 stig

150.000 kr

Gjaldflokkur 6

700-999 stig

200.000 kr

Gjaldflokkur 7

999+ stig

250.000 kr


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
e) Gjaldskrá kaldavatnsveitu.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning 73.808 kr. á hverja verði eign/hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði 73.808 kr. og lágmarksálagning verði 39.743 kr. á hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði 193.034 kr. á hverja eign/hús.
Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu í janúar ár hvert og er uppfært einu sinni á ári, miðað við byggingarvísitölu í janúar 2023, grunn 2021 sem var 112,7:

Þvermál rörs Lágmarksgjald Verð pr. m umfram 30 m
20 mm 480.000 kr. 2.200 kr.
25 mm 500.000 kr. 2.600 kr.
32 mm 540.000 kr. 3.000 kr.
40 mm 600.000 kr. 3.400 kr.
50 mm 800.000 kr. 3.800 kr.
63 mm 1.000.000 kr. 4.000 kr.
75 mm 1.500.000 kr. 4.200 kr.
90 mm 2.000.000 kr. 4.400 kr.

Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu. Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimtaug er lengri en 30 metrar bætist við yfirlengdargjald á hvern metra. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 110 mm er reiknað út hjá vatnsveitunni í hverju tilfelli fyrir sig. Miðað er við að heimtaug í íbúðarhús sé 32 mm.
Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða að lágmarki 851.624 kr. en miðað er við allt að 200 m heimæð. Reikna þarf umframkostnað í hverju tilviki fyrir sig en landeigandi greiðir þann viðbótarkostnað sem hlýst af tengingu veitu að býli. Miðað er við að heimtaug sé 32 mm og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp skal greitt sérstakt álag er nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 3. gr. Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftirfarandi:
Vatnsdæla 2.084 kr./sólarhring.
Rafstöð fyrir dælu 3.066 kr./sólarhring.
Heimilt er að krefja byggingaraðila um greiðslu ef ídráttarrör vantar eða ídráttarrör reynast ónothæf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
f) Lóðarleiga.
Hlutfall lóðarleigu helst óbreytt. Lóðarleiga er 1% af lóðarmati.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
g) Gatnagerðargjöld.
Gatnagerðargjöld haldast óbreytt. Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m², byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
h) Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg verður eftirfarandi árið 2026:
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur 18-67 ára
Stakt gjald: 1.500.- kr.
10 miðar: 7.000.- kr.
Árskort: 25.000.- kr. (aðgangskort til að nota ræktarsal utan opnunartíma 5.000.- kr. til viðbótar)
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur börn
0-9 ára: frítt
10 – 17 ára stakt gjald: 500.- kr.
10 miða kort: 3.000.- kr.
Árskort: 14.000.- kr.
Aldurstakmark í ræktarsal: 14 ára á árinu.
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur eldri borgarar 67+
Stakt gjald: 350.- kr.
10 miða kort: 1.900.- kr.
Árskort: 4.900.- kr.
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur öryrkjar
Frítt
Íþróttasalur
Leiga á sal hópur 1 klst: 5.000.- kr.
Leiga á sal hópur 4 klst: 14.000.- kr.
Hópviðburðir, barnaafmæli, dagsleiga/sólarhringsleiga: Verðtilboð, hafa samband við forstöðumann.
Leiga á sundfötum og handklæði: 1.200.- kr.
Leiga á sundfötum: 800.- kr.
Leiga á handklæði: 800.- kr.
Sturta: 800.- kr.
Þátttakendur í hópatímum í líkamsræktarsal eða sundlaug þurfa að hafa aðgang að íþróttamiðstöðinni.
Fyrir þjálfara: Verð á námskeiðum og hópatímum í ræktarsal, íþróttasal eða sundlaug: 5.000.- kr. á mánuði fyrir aðgang að rými og aðstöðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
i) Gjaldskrá Kerhólsskóla.
Gjaldskrá dagvistunargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla verður eftirfarandi:

Tímafjöldi vistunar á dag Mánaðargjald án afsláttar  
4 8.860 kr.  
5 11.076 kr.  
6 13.290 kr.  
7 16.063 kr. 6 klst. á föstudögum
8 18.837 kr. 6 klst. á föstudögum


4 tíma vistun á dag er lágmarksvistun. Hver hafin klukkustund í vistun telur sem ein klukkustund. Þannig að til dæmis ef vistun er 4 tímar og 15 mínútur þá borgar viðkomandi gjaldið fyrir 5 tíma. Gjald fyrir skráningardaga er 2.500 krónur á hvern skráningardag. Ef sótt er of seint eða komið með barn of snemma þá kostar hverjar byrjaðar 15 mínútur 1.000 krónur. Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. 20% afsláttur er í boði fyrir einstæða foreldra. 20% afsláttur er í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
j) Gjaldskrá fyrir frístundaheimilið Drekagils.
Gjaldskrá frístundar verður eftirfarandi fyrir árið 2026:
Hver klukkustund 400,- kr.
Ef sótt er of seint eða komið með barn of snemma þá kosta hverjar byrjaðar 15 mínútur 1.000 krónur.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn.
20% afsláttur er í boði fyrir einstæða foreldra.
20% afsláttur er í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
k) Gjaldskrá mötuneytis.
Gjaldfrjálst er fyrir nemendur Kerhólsskóla og notendur frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Um gjald fyrir hádegismat starfsmanna fer samkvæmt skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni.
Hádegisverður, eldri borgarar 750,- kr.
Hádegisverður, kostgangarar 2.350,- kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
l) Gjaldskrá bókasafns.
Gjaldskrá bókasafns verður óbreytt og er eftirfarandi fyrir árið 2026:
Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500,- kr.
Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.
Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000,- kr.
Ljósritun og prentun á A4 blaði 30,- kr.
Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50,- kr.
Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
4. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2026, seinni umræða.
Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2026 er hér lögð fram til seinni umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 – 2029. Fyrri umræða fór fram þann 5. nóvember síðastliðinn. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Samkvæmt útkomuspá A- og B- hluta verður rekstrarniðurstaða ársins 2025 jákvæð sem nemur um 194 milljónum króna. Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 eru þær að A- og B-hluti samantekin, skilar jákvæðri afkomu upp á 368 milljónir króna og veltufé
frá rekstri er áætlað 390 milljónir króna, á meðan A-hluti er áætlaður með jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 338 milljónir króna og veltufé frá rekstri upp á 292 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 – 2029.
5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna nemanda í grunnskóladeild utan sveitarfélagsins tímabilið 1. janúar 2026 til loka skólaársins 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.
6. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna nemanda í leikskóladeild Kerhólsskóla fyrir tímabilið 1. desember 2025 til loka skólaársins 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og að um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7. Niðurstöður nefndar um frístunda- og menningarstarf í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagðar eru fram niðustöður nefndar um frístunda- og menningarstarf í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn þakkar fyrir niðurstöðurnar og samþykkir samhljóða að fela oddvita og varaoddvita að vinna málið áfram.
8. Samþykkt fyrir ungmennaráð – fyrri umræða.
Fyrir fundinum liggja drög að samþykkt um ungmennaráð í Grímsnes- og Grafningshreppi, drögin eru lögð fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu.
9. Samþykkt um hunda- og kattahald – seinni umræða.
Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um hunda- og kattahald.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt um hunda- og kattahald.
10. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi – seinni umræða.
Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt um fráveitur.
11. Reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna.
Fyrir fundinn liggja drög að endurskoðuðum reglum um launakjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á 598. fundi sveitarstjórnar, haldinn 20. ágúst 2025, var samþykkt nýtt skipurit sveitarfélagsins sem tók gildi 1. nóvember sl. Í ljósi örs vaxtar sveitarfélagsins, fjölgunar íbúa, aukinna framkvæmda og fjölbreyttari verkefna var nauðsynlegt að styrkja innra skipulag og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Nýtt skipurit byggir á fimm deildarstjórum sem, ásamt sveitarstjóra, mynda öflugt og samhæft stjórnendateymi. Með þessari breytingu styrkist fagleg stjórnsýsla, verkaskipting verður skýrari og stuðningur við sveitarstjórn og sveitarstjóra eykst. Sveitarstjórn telur breytingarnar nauðsynlegar til að tryggja skilvirka stjórnsýslu og sterkari stoðir í daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í kjölfar þessara breytinga hefur starf oddvita verið endurskoðað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að segja upp 25% starfshlutfalli hjá oddvita frá og með 31. desember 2025. Oddviti mun því vera í 50% starfshlutfalli frá og með 1. apríl 2026.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða framlagðar breytingar á reglum um launakjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi.
12. Reglur um varmadælustyrki í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir fundinum liggja reglur um styrki til uppsetningar á varmadælum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar og vísar þeim áfram til kynningar hjá framkvæmda- og veitunefnd.
13. Reglur um tölvunotkun starfsfólks Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja reglur um tölvunotkun starfsfólks Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar og felur sveitarstjóra að kynna þær fyrir starfsfólki.
14. Samningur við Félag 60+ í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir fundinum liggur samningur við nýstofnað Félag 60+ í Grímsnes- og Grafningshreppi. Með samningnum er formfest framlag sveitarfélagsins til starfs félagsins, annars vegar ákveðin upphæð og hins vegar mun félagið fá aðgang endurgjaldslaust að húsnæði sveitarfélagsins í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn fagnar samningnum og samþykkir hann samhljóða, sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
15. Erindi frá Hjálparsveitinni Tintron – ósk um umsögn vegna brennu og flugeldasýningar.
Lagt fram erindi, dagsett 27. nóvember 2025, frá Jóhannesi Þórólfi Guðmundssyni f.h. Hjálparsveitarinnar Tintron, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda flugeldasýningu og brennu á landi sveitarfélagsins á golfvellinum á Borg klukkan 20:30 þann 31. desember 2025. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðinni flugeldasýningu og brennu, svo fremi að önnur skilyrði fyrir henni séu uppfyllt.
16. Borun og prófun tilraunaholu við Kaldárhöfða, ákvörðun um matsskyldu.
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd, borun og prófun tilraunaholu við Kaldárhöfða, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
17. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefnaáætlun og kostnaðarskiptingu stafræns samstarfs fyrir árið 2026.
Lögð er fram áætlun vegna framlaga sveitarfélaga vegna stafræns samstarfs árið 2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áætlunina og felur sveitarstjóra að gera ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
18. Samþykkt fyrir Byggðasafn Árnesinga bs. – seinni umræða.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir Byggðasafns Árnesinga bs.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykktirnar.
19. Samþykkt fyrir Listasafn Árnesinga bs. – seinni umræða.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir Listasafns Árnesinga bs.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykktirnar.
20. Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga bs. – seinni umræða.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga bs.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykktirnar.
21. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Hesti 4, fnr. 224-8528.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. desember 2025, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II, H Frístundahús að Hesti 4, fnr. 224-8528. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II H að Hesti 4, fnr. 224-8528 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins. Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
22. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, C Minna gistiheimili að Ásgarði 2, fnr. 220-6682.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 5. desember 2025, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II, C Minna Gistiheimili að Ásgarði 2, fnr. 220-6682. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Ásgarði 2, fnr. 220-6682 með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
23. Stofnfundar Sigurhæða sjálfseignarstofnunar.
Lagðar eru fram til kynningar samþykktir sjálfseignarstofnunarinnar Sigurhæða.
24. Aðalfundargerð Vottunarstofan Tún.
Lögð fram til kynningar aðalfundargerð Vottunarstofunnar Túns ehf. 2025.
25. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026.
Lagt er fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. nóvember 2025, þar sem fram kemur að unnið sé að endurhönnun á Upplýsingaveitu sveitarfélaga. Einnig kemur fram að Samband íslenskra sveitarfélaga taki yfir söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026, næstu þriggja ára þar á eftir sem og útgönguspá fyrir 2025.
26. Þakkarbréf til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðherra dagsett 27. nóvember 2025, þar sem þakkað er fyrir þátttöku í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár var sjónum sérstaklega beint að mikilvægi bílbeltanotkunar, enda hafa kannanir Samgöngustofu sýnt að dregið hefur úr notkun öryggisbelta meðal ungs fólks á síðustu misserum.
Sveitarstjórn þakkar fulltrúum Hjálparsveitarinnar Tintron fyrir skipulagningu og utanumhald á viðburðinum hér á Borg.
27. Umsókn um styrk frá ADHD samtökunum.
Fyrir fundinum liggur beiðni ADHD-samtakanna dagsett 26. nóvember 2025, um styrk til að tryggja viðeigandi fræðslu um ADHD til íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
28. Skólahreysti í 20 ár - ósk um styrk.
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hreysti ehf. dagsett 4. desember 2025, þar sem óskað er eftir styrk 250.000 kr. vegna Skólahreystis 2026.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
29. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 1589/2025 í Skipulagsgátt.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Flóahrepps 2025 - 2037.
30. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2025, „Stofnun innviðafélags“.
Erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsett 5. desember 2025, þar sem kynnt er til samráðs áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna sérstakt innviðafélag sem heldur utan um fjármögnun og uppbyggingu tiltekinna samgöngumannvirkja.
Lagt fram til kynningar.
31. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2025, „Ný reglugerð um meðhöndlun seyru“.
Erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið dagsett 4. desember 2025, þar sem kynnt er til samráðs drög að nýrri reglugerð um meðhöndlun seyru, í stað núgildandi reglugerðar um sama efni nr. 799/1999. Lagt fram til kynningar.
32. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 244/2025, „Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026“.
Erindi frá landskjörstjórn, dagsett 8. desember 2025, þar sem vakin er athygli á áformum um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026 sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.
33. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2025, „Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025.
Erindi frá innviðaráðuneytinu dagsett 5. desember 2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. S-424/2025.Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr.56/2025.
Lagt fram til kynningar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:01

Skjöl

Getum við bætt efni þessarar síðu?